Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 60
Dómarafélag íslands er aðili að samtökum norrænna dómarasamtaka og hefur á undanförnum árum sent fulltrúa á nokkra fundi á þeirra vegum. Á síðasta ári var ekki unnt að senda fulltrúa á slíkan fund vegna fjárskorts. Formaður félagsins ritaði því dómsmálaráðherra bréf í október s.l., þar sem farið er fram á, að hann beiti sér fyrir því, að félagið fái fastan tekjustofn á svipaðan hátt og Lögmannafélag íslands hefur notið af málagjaldi um magra ára skeið. 1 undirbúningi hefur verið á vegum stjórnar D.í. ferð félagsmanna til stofn- ana Evrópuráðsins í Strassbourg og einnig til Karlsruhe í Vestur-Þýskalandi. Hefur verið haft samband við viðkomandi aðila vegna málsins. Að ósk Orators tók formaður D.í. sæti á síðasta ári I stjórn Bókaútgáfu Orators, sem er sjálfseignarstofnun. [ stjórn Dómarafélags íslands 1986—1987 sátu auk formanns, Jóns Skafta- sonar, Friðjón Guðröðarson, sýslumaður, varaformaður, Stefán Skarphéðins- son, sýslumaður, ritari, Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari, gjaldkeri og Jónas Gústavsson, borgarfógeti, meðstjórnandi. Varastjórn skipuðu Már Pétursson, sýslumaður og bæjarfógeti og Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari. Á aðalfundinum gengu úr stjórn að eigin ósk Jón Skaftason og Jónas Gústavsson. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Friðgeir Björnsson, yfir- borgardómari, Friðjón Guðröðarson, sýslumaður, varaformaður, Haraldur Henrysson, sakadómari, ritari, Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti, gjaldkeri, og Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður, meðstjórnandi. í varastjórn eru Már Pét- ursson, sýslumaður og bæjarfógeti og Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari. Haraldur Henrysson 282

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.