Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 61
Ávíð 02 dreif TILLÖGUR UM BREYTINGAR Á LAGANAMI Eiríkur Tómasson skrifaði nýlega leiðara í Tímarit lögfræðinga (37. árg., 1. hefti 1987, bls. 1-2), sem hann kallaði „Er tímabært að breyta tilhögun laga- náms?“ Hann nefnir þar fjöldamargar ástæður, sem hann telur réttlæta slíkar breytingar, svo sem byltingu í öllum þjóðfélagsháttum, aukna fjölbreytni og nýsköpun í störfum lögfræðinga, nánara samband við aðrar þjóðir, sívaxandi samskipti við starfsbræður í öðrum löndum og samanburð við menntun ann- arra háskólamanna. Allt þetta segir hann réttilega benda til þess, að þörfin fyrir breytta skipan laganámsins, þ.m.t. aukna sérhæfingu, hafi aukist veru- lega og þess vegna sé timabært að endurskoða núverandi fyrirkomulag. Ég tek undir þessa röksemdafærslu Eiríks og trúlega eiga þessi skrif hans eftir að hrista dálítið upp í annars dauflegri umræðu um þetta efni. Kringum- stæðurnar, sem hann lýsir, og þó sérstaklega þjóðfélagsbyltingin, útheimta ekki bara smábreytingar, heldur samsvarandi gjörbreytingar á laganáminu, og það er í framhaldi af ummælum Eiríks, að ég leyfi mér að leggja fram eftirfarandi hugmyndir um innihald og skipulag námsins í þeirri von, að þær geti kannski enn frekar leitt til itarlegrar athugunar á þessum og öllum hinum möguleikunum f stöðunni. Hugmyndir mfnar um nýskipan laganáms fela í sér eftirfarandi form- breytingar: a) Einingakerfi (hver eining gæti táknað eina kennslustund eða málstofu- tíma á okkar stuttu önnum), t.d. með viðmiðunina 15 einingar á önn. b) Fjögurra ára eða átta anna laganám, þ.e. 120 einingar til embættisprófs skv. áðurnefndri viðmiðun, án þess þó að stytting námstímans yrði á nokkurn hátt til að draga úr námskröfum. c) Skiptingu milli skyldu- og valgreina með stórauknu umfangi hinna síðar- nefndu, sem myndu þar að auki flokkast í fimm sérsvið með tilheyrandi sér- hæfingu (æskileg skipting gæti litið þannig út: 60+30+15+15, þ.e. helming- urinn skyldugreinar, fjórðungur aðalsérsvið og ritgerð eða verkefni í hennar stað, og fjórðungur tvö önnur aukasérsvið. d) Niðurrif deildarmúra eða a.m.k. brúargerð milli deilda með tilliti til al- mennra menntunarsjónarmiða svo og hagsmuna háskólaheildarinnar (hug- mynda- og upplýsingaflæði milli deilda og sparnaður með því að koma í veg fyrir tvíkennslu). 283

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.