Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 3
mmm- _ LÖGFBÆÐIIVGA 2. HEFTI 38. ÁRGANGUR JÚNÍ 1988 RÉTTARSIÐFRÆÐI [ nýútkomnu vorhefti Harvard Law Bulletin er athyglisverð umfjöllun um réttarsiðfræði sem námsgrein í lagaskólum með það að markmiði að búa verðandi lögfræðinga undir starfsábyrgð sína og almenna félagslega ábyrgð. í Bandaríkjunum varð Watergatemálið til þess að beina athygli fjölmiðla og almennings að misferli og ósæmilegri hegðun ýmissa lögfræðinga. Árið 1973 lagði bandaríska lögmannasambandið fast að lagaskólum að gera öllum laga- nemum skylt að sækja sérstök námskeið um skyldur og ábyrgð lögfræðinga- stéttarinnar. Á þeim árum, sem stðan eru liðin, hefur víðast hvar við banda- ríska lagaskóla verið stofnað til sérstakra námskeiða um réttarsiðfræði og starfsábyrgð lögfræðinga. Áhersla er þar lögð á ,,klíníska“ meðferð raunveru- legra vandamála með virkri þátttöku stúdenta. Flestum er það sjálfsagt Ijóst, að skólanám nægir ekki eitt sér til þess að gera menn að góðum lögfræðingum í besta skilningi þess orðs, en það getur hjálpað til. Almennir mannkostir skipta vitaskuld mestu máli, svo sem heil- brigð skynsemi, góð dómgreind, ráðvendni, samviskusemi og ábyrgðartil- finning. Ef vel á að vera, er fjallað um siðfræðileg álitaefni í allri lögfræðikennslu til þess að dýpka skilning nemenda á þeim vandamálum, sem þeir þurfa að fást við I starfi sínu síðar. I réttarfari er m.a. fjallað um skyldur og ábyrgð lögmanna samkvæmt lögum og siðareglum, samskipti þeirra við skjólstæð- inga og um góða lögmannshætti almennt. Refsiréttur byggist í veigamiklum atriðum á meginhugsun kristinnar siðfræði. í fjármunarétti taka margar reglur mið af heiðarleika og sanngirni I viðskiptum, auk þess sem viðskiptaöryggi er haft að leiðarljósi. í almennri lögfræði er m. a. fengist við að bera saman réttarreglur, siðareglur og trúarreglur. Það er þó hætt við þvl, að stundum sitji siðfræðileg umræðuefni á hakanum í hinni „hreinu og ómenguðu" lög- fræði. Hvaða gagn er þá að sérstökum námskeiðum í réttarsiðfræði? í fyrsta lagi þjóna þau því markmiði að vekja athygli á ýmsum siðrænum vandamálum, sem lögfræðin á ekki skýr svör við. Lögfræðingar geta staðið frammi fyrir sllkum vandamálum án þess að átta sig á þeim, hvað þá að þeir eigi svör 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.