Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 22
11. YMIS ÁKVÆÐI I 208.-214. GR. SIGLINGALAGA 1 3. undirkafla 11. kafla sigll. eru ýmsar greinar, sem sumar ná bæði til veðréttar í skipi og farmi, en aðrar aðeins til veðréttar í skipi. Ein greinanna í 3. undirkafla er 212. gr. sigll. Með henni er eiganda kröfu, sem tryggð er með sjóveðrétti í skipi eða farmi veitt réttar- farshagræði. Hann má höfða mál, hvort sem hann vill heldur á hend- ur eiganda skips60 eða skipstjóra, til fullnægingar kröfunni. Að sjálf- sögðu getur kröfuhafi einnig stefnt eiganda farms. Réttur til að stefna skipstjóra er afar mikilvægur. Dómur yfir skipstjóra er að- fararhæfur gagnvart eiganda veðs. Oft er kröfuhafa mun auðveldara að ná til skipstjóra en eiganda. Nauðsynlegt kann að vera að höfða mál, því að í sjóveðrétti felst almennt ekki réttur til að krefjast sölu á nauðungaruppboði án undangengins dóms, sáttar eða aðfarar. Hins vegar verður að ætla, að eigandi sjóveðréttar í farmi eigi slíkan rétt.61 I 2. málsl. 2. mgr. 212. gr. er undantekning frá þeirri reglu 1. málsl., að kröfuhafi geti höfðað mál gegn skipstjóra. Að öðrum ákvæðum 3. undirkafla er stuttlega vikið annars staðar í þessari ritgerð: 208. gr. (sjá 9. kafla), 209. gr. (sjá niðurlag 3. kafla), 210. gr. (sjá upphaf 7. kafla), 211. gr. (sjá 3. kafla) og 213. gr. (sjá 9. kafla). Ákvæði 214. gr. er ekki komið til framkvæmda. 12. SAMNINGSVEÐRÉTTUR I SKIPI Nokkrum sinnum hefur verið vikið að samningsveðrétti í skipi. 1 Brusselsamningnum frá 1967 (1.-3. gr.) og norrænum siglingalögum eru nokkrar reglur varðandi samningsveð í skipi. íslensku siglingalög- in fylgja hér dönsku siglingalögunum. Eftirfarandi greinar í sigll. 1985 varða samningsveð í skipi: 202. gr. (sala skips á nauðungarupp- boði, sjá 7. kafla), 208. gr. (viðurkenning samningsveðréttar í erlendu skipi, sjá 9. kafla), 209. gr. (fleiri veð en eitt, sjá 3. kafla), 213. gr. (lagaskilareglur, sjá 9. kafla) og 214. gr. (heimild fyrir samgöngu- ráðherra til að setja reglur um, að heimildir um skráð eignarhöft í skipum skuli varðveittar á einum stað). Hér verður ekki fjallað frekar um samningsveðrétt.62 60 Sbr. H 1966, 985. 61 Sjá nánar nmgr. 58. Um norskan rétt sjá Innstilling VIII, bls. 93. 62 Um samningsveð í skipi sjá Gaukur Jörundsson, bls. 60-65. 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.