Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 46
5. EFNI RIFTUNARKRAFNA. Þegar lögmenn standa frammi fyrir því að orða kröfugerð í málum, sem þeir ætla að höfða, mæta þeir ósj aldan erfiðleikum, því slíkt er oft mjög vandasamt. I riftunarmálum á grundvelli VIII. kafla gjaldþrota- laga blasa slík vandamál við. Mér hefur fundist vafamál, hvernig orða á riftunarkröfurnar í slíkum málum, vegna þess að það liggur ekki ljóst fyrir að hverju riftunar- krafan á að beinast. Taka má tvö dæmi til skýringar: a) Hjónin M og K gera kaupmála, þar sem hjúskapareign M að verðmæti kr. 2.000.000,00 er gerð að séreign K. M verður síðan gjaldþrota ári síðar, og lýstar kröfur í búið eru kr. 1.500.000,00. Kröfuhafar samþykkja á skiptafundi að höfða riftunarmál. Slík málshöfðun myndi samkvæmt framansögðu byggja á 51. gr. gjaldþrotalaga um riftun gjafagerninga. En vandamálið er orðalag riftunarkröfu. Á hún að orðast svo að krafist sé riftunar á gjöf, sem fram fór með gerð kaupmála tiltekinn dag, eða á hún að orðast þannig að krafist sé rift- unar á kaupmálanum sjálfum? b) Annað dæmi er, að á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag greiðir verktakafyrirtæki skuld sína við innflutningsaðilj a á rafmagnsvörum með því að afsala honum sendibifreið. Hér væri riftun hugsanleg á grundvelli 54. gr., en vafamálið er, hvort krafan á að hljóða um riftun á greiðslu skuldar, sem fram fór með afsali, eða hvort krefjast á riftunar á afsalinu sjálfu. 1 tíð eldri gjaldþrotaskiptalaga var valin sú leið að krefjast riftunar á kaupmálanum, sbr. HRD V, bls. 560, og riftunar á afsali, sbr. til hlið- sjónar HRD XLIII (1972), bls. 455, enda voru 27. gr. og 19. gr. eldri laga nr. 25/1929 orðaðar þannig, að þessi kostur lá beinast við, og meginregla laganna var sú, að við riftun bæri aðiljum að skila aftur því, sem þeir fengu með hinum riftanlegu löggerningum, sbr. tilvitnuð lagaákvæði og 1. mgr. 24. gr. Þessi aðferð við riftun er í samræmi við hina hefðbundnu riftun í skilningi fjármunaréttar, sbr. t.d. reglu 57. gr. kaupalaga nr. 39/1922. Með gildistöku gj aldþrotalaganna 1978 virðist þetta hafa tekið grund- vallarbreytingum. I þeim riftunarmálum, sem dæmd hafa verið á grund- velli þeirra og hafa sum hver verið reifuð hér, hafa riftunarkröfur 108
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.