Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 24
telst skip eða farmur í merkingu 11. kafla sigll., en ef ágreiningur kemur upp, verður að leysa hann eftir öðrum réttarheimildum en settum rétti, því að hvorki siglingalög né önnur lög skera úr um þetta. í sigll. segir þó, að sjóveð í skipi nái til skipsbúnaðar. Hins vegar nær sjóveðréttur ekki til kröfu til skaðabóta eða vátryggingarfjár fyrir skip eða farm. Launakröfur njóta þó sjóveðréttar í vátryggingarfé skips (3. kafli). Kröfur, sem tryggðar eru með sjóveðrétti í skipi eru tæmandi taldar í sigll. Helstai' þeirra eru launakröfur skipverja, skaðabóta- kröfur fyrir tjón á mönnum eða munum, sem hlotist hefur í beinu sambandi við rekstur skips, björgunarlaunakröfur, kröfur um fram- lag til sameiginlegs sjótjóns og kröfur um skipagjöld (4. kafli). Sjóveðréttur getur stofnast í skipi, þótt krafa sú, sem hann er til tryggingar, sé ekki á hendur eiganda þess. Sjóveð fellur á skip, hvort sem krafa beinist að útgerðarmanni skips, eiganda þess, afnotahafa, farmsamningshafa eða umráðamanni (disponent). Getur eigandi skips því þurft að greiða kröfur, er hann ábyrgist ekki persónulega, t. d. launakröfu skipverja í þjónustu manns, sem tekið hefur skipið á leigu (5. kafli). Eftir sigll. gengur sjóveðréttur í skipi fyrir öllum öðrum eignar- höftum í því, þ. á m. eldri og yngri sanmingsveðum. Haldsréttur skv. 200. gr. sigll. víkur fyrir sjóveðrétti í skipi, en gengur fyrir sanm- ingsveði og öðrum eignarhöftum. Stofnist haldsréttur í skipi eftir öðrum heimildum, víkur hann fyrir samningsveði. Sjóveðkröfum skal fullnægja eftir þeirri röð töluliða, sem eru taldir í 197. gr. sigll. Kröfur skv. sama tölulið eru jafnréttháar innbyrðis. Um kröfur um björgunarlaun, bætur fyrir að fjarlægja skipsflak og framlag til sam- eiginlegs sjótjóns gildir sú undantekning, að yngri krafa gengur fyrir eldri og þær ganga fyrir öllum öðrum kröfum, sem áður hafa stofnast í skipi (6. kafli). Sjóveðréttur fellur yfirleitt ekki niður fyrr en skuldai’i hefur greitt að fullu kröfu, sem veðið skal tryggja. Eigendaskipti að kröfu hafa engin áhrif á sjóveðrétt. Eigendaskipti að skipi breyta almennt engu um sjóveðrétt í því. Frá þeirri almennu reglu eru þrjár undantekning- ai’ í sigll. 1985. Ein þeirra er sérstakt íslenskt nýmæli þess efnis, að sjóveð í skipi fellur niður gagnvart grandlausum viðsemjanda eiganda skips, ef veðrétturinn hefur vei’ið staðfestur með dómi eða dómsátt og veðheimildinni hefur ekki verið þinglýst innan tiltekins frests. Hin- ar tvær undantekningarnar skipta meira máli. Sú fyrri er, að sjóveð- réttur fyrnist á einu ári, ef honum er ekki fylgt eftir með lögsókn 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.