Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 59
\í vettvangi (lóinsinála Guðný Björnsdóttir hdl.: DÓMUR HÆSTARÉTTAR 24. FEBRÚAR 1988 ÁKVÖRÐUN BÓTA FYRIR LITLA ÖRORKU Hér verður fjallað um dóm Hæstaréttar 24. febrúar 1988 í málinu nr. 14/1987 Hannes Árnason og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gegn Inga Þór Þorgrímssyni. I dóminum virðist í fyrsta sinn vikið frá þeirri dómvenju að dæma bætur fyrir varanlega örorku á grundvelli læknisfræðilegs örorkumats. Allri umfjöllun um bótaskyldu er sleppt, eingöngu er fjallað um dóm- inn með tilliti til ákvörðunar bóta. MÁLAVEXTIR OG DÓMSNIÐURSTÖÐUR Málsatvik voru þau, að lögregluþjónn við skyldustörf fékk áverka af völdum hnefahöggs ölvaðs manns. Við skoðun á slysadeild Borgar- spítala kom í ljós að nef hans var bólgið og marið og virtist skekkt. Það var aumt viðkomu og blóð hafði runnið úr báðum nösum. Samkvæmt röntgenmyndatöku var nefbein ekki brotið en sár var á miðsnesi. Við skoðun sérfræðings kom í ljós mikil skekkja sem orsakaði talsverða stíflu í vinstri nös. Var áverki þessi talinn vera afleiðing höggsins. Ráðlögð var aðgerð sem þó var ekki hægt að framkvæma fyrr en miðs- nesið var gróið. Aðgerð var gerð 11 mánuðum eftir slys. Eftir aðgerð var öndun greið í gegnum báðar nasir en hrúðurmyndun orsakaði nef- stíflu. I örorkumati Ólafs Jónssonar, læknis, segir um afleiðingar höggsins: „Hér er um að ræða tuttugu og sex ára gamlan lögreglumann er varð fyrir áverka á andlit fyrir tæpum 5 árum, þannig að af 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.