Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 61
að leggja til grundvallar örorkumat, en ákveða fjártjón og miska í einu lagi.“ Þóttu bæturnar hæfilega metnar kr. 180.000,—. Varnaraðilar áfrýjuðu málinu. I dómi Hæstaréttar 24. febrúar 1988 segir svo um bótaákvörðun: „Sannað er í máli þessu, að stefndi hefur orðið fyrir höggi af völdum áfrýjanda, H .. . Taka ber undir það með héraðsdómara, að sannað þyki að stefndi hafi hlotið áverka á nefi við framan- greint högg og eigi því rétt á bótum úr hendi áfrýjanda. Varan- leg örorka stefnda var metin 5%. Samkvæmt upplýsingum launa- deildar fjármálaráðuneytisins hefur stefndi ekki orðið fyrir launa- missi vegna þessai’a meiðsla, og stefndi hefur sjálfur borið fyrir dómi, að hann hafi engar tekjur misst vegna þessa. Litlar líkur verður að telja á því að aflahæfi stefnda hafi skerst til fram- tíðar vegna þessara meiðsla. Eru því ekki efni til að dæma stefnda bætur vegna fjártjóns, en ljóst er, að stefndi hefur haft og hefur enn óþægindi vegna meiðsla þessara og þykir rétt að dæma hon- um miskabætur, sem þykja hæfilega ákveðnar 50.000,—“. HU GLEIÐINGAR Við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku hafa íslenskir dómstólar í meginatriðum stuðst við örorkumöt lækna og örorkutjónsútreikninga tryggingastærðfræðinga, sem byggja á örorkumötunum. 1 örorkumötum felst mat á orkuskerðingu samkvæmt læknisfræði- legum sjónarmiðum. Þannig hefur verið byggt á læknisfræðilegu ör- orkuhugtaki og tilhneiging verið til að staðla örorkubætur. Læknisfræðilegt mat getur verið ótryggur mælikvarði á raunveru- legt vinnutekjutap í framtíðinni og getur þá verið um að ræða of- eða vanmat. Slys hljóta að hafa mismunandi afleiðingar í för með sér eftir eðli slyss og hver atvinna og hverjar aðstæður tjónþola eru. Sem dæmi má nefna, að í tækniþjóðfélagi nútímans eru mörg störf þess eðlis, að unnt er að sinna þeim þótt um allmikla fötlun sé að ræða. I rétti annarra norrænna ríkja hefur verið horfið frá læknisfræði- legu örorkuhugtaki. Sett hafa verið almenn skaðabótalög þar sem tek- ið er upp fjárhagslegt örorkuhugtak, sem felur það í sér, að mat er lagt á skerðingu á tekjuöflunarhæfi viðkomandi tjónþola þegar ákvarð- aðar eru bætur fyrir varanlega örorku. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.