Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 34
nokkuð verulegt endurgjald fyrir. Heiti ráðstöfunar eða ytri umgerð skiptir hér engu máli, ef ráðstöfunin var raunverulega gjöf eða ör- lætisgerningur. Þetta var beinlínis tiltekið í 25. gr. eldri laga um gjald- þrotaskipti, en óþarft þótti að gera það í 51. gr., þar eð slíkt var talið felast í orðalagi ákvæðisins.7) Hafi skuldara verið skylt að lögum að inna greiðslu af hendi, er almennt ekki talið, að urn gjöf geti verið að ræða. Brýn lagaskylda þarf ekki einu sinni að vera til greiðslu, heldur er hugsanlegt að líta á ráðstöfun fjármuna án endurgjalds sem annað en gjöf, ef skuldari hefur með réttu talið sér siðferðilega skylt að inna hana af hendi. Sem dæmi um slíka ráðstöfun má nefna greiðslu á kröfu, sem er fyrnd, ef atvik eru með þeim hætti, að ætla verður að aðrar aðstæður hafi legið að baki greiðslunni en gjafmildi þrotamannsins.8) Eg tel þó, að fara verði mjög varlega í það að telja slíkar ráðstafanir falla utan 51. gr. gjaldþrotalaga. Víst er, að móttakandi greiðslunnar, þ.e. sá sem riftunarkrafan beinist gegn, verður að sanna svo ótvírætt sé, að ekki sé um gjafa- eða örlætisgerning að ræða. Spyrja má, hvort það hafi úrslitaþýðingu, að aðiljum hafi báðum verið ljóst eða mátt vera það ljóst, að um gjöf væri í raun og veru að ræða. Fræðimenn virðast vera á einu máli um að þetta skilyrði þurfi að vera fyrir hendi, þ.e. báðum aðiljum þurfi að vera ljóst, að um gjöf eða örlætisgerning hafi verið að ræða, til þess, að riftun sé möguleg.9) Hér verður þó enn að hafa hugfast, að riftunarregla 51. gr. byggir á hlutlægum forsendum gagngert til þess að auðvelda þrotabúi riftun. Sönnunarbyrðin fyrir því, að aðiljum hafi ekki verið ljóst, að um gjöf hafi verið að ræða, hlýtur því að hvíla á þeim, sem heldur því fram, þ.e. gjafþeganum. Ef sýnt er fram á af hálfu þrotabús, að ráðstöfun hafi hlutlægt séð verið gjafa- eða örlætisgerningur, hljóta að verða gerðar strangar kröfur, til að sannað þyki, að aðiljum hafi samt sem áður ekki verið það ljóst, hvert eðli ráðstöfunar raunverulega var. 3.3. GJAFIR MILLI HJÓNA. Sérstök ástæða er til að fjalla lítillega um gjafir milli hjóna. Það hlýtur að vera sérstaklega rík freisting fyrir þann, sem veit eða grun- ar, að fjárhagur hans sé svo slæmur, að gjaldþrot kunni að vera fram- undan, að hygla maka sínum með gjöfum, enda viti skuldari, að slíkt 7) Alþingistíðindi 1977, 103. mál, bls. 32. 8) Tore Sandvik, bls. 32. 9) Sjá t.d. Stefán Má Stefánsson, bls. 158, og Tore Sandvik, bls. 32. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.