Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 32
verið gjaldfær, þegar ráðstöfun fór fram, sbr. 2. tl. 51. gr. og 2. tl. 58. gr. laganna. Riftunarreglur eldri laga um gjaldþrotaskipti nr. 25/1929 voru sumar hverjar byggðar upp með síðast greindum hætti, sbr. t.d. 22. gr. og 2. ml. 21. gr. þeirra laga. Loks er í þessum þætti rétt að benda á, að mikið samræmi er milli riftunarreglna íslensku gjaldþrotalaganna og sambærilegra reglna í skandinavískum rétti, en einkum á þetta þó við um riftunarreglur dönsku gjaldþrotaskiptalaganna frá 1977. 3. REGLUR 51. GR. GJALDÞROTALAGA. 3.1. ALMENN ATRIÐI. TlMAMÖRK. I 51. gr. gj aldþrotalaga eru heimildir til að rifta gj afagerningum með vissum skilyrðum. Regla 1. tl. 51. gr. heimilar í fyrsta lagi að rifta gjafagerningum, ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Þessi hluti 51. gr. byggir alfarið á hlutlægum grundvelli, þannig að engu skiptir vitneskja móttakanda, né gefanda, um fjárhag gefandans þegar gjöfin vai’ afhent. I öðru lagi heimilar regla 2. tl. riftun gjafagernings, ef gjöfin var afhent á síðustu sex til tólf mánuðum fyrir frestdag, nema leitt sé í ljós, að þrotamaður hafi þá verið gjaldfær og verið það þrátt fyrir afhendingu gjafarinnar. I þriðja lagi má með sömu skilyrðum rifta gjöfum til nákominna, sem afhentar eru á síðustu sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frest- dag, sbr. síðari ml. 2. tl. 51. gr. Sönnunarbyrðin fyrir því, að þrotamaður hafi verið gjaldfær, hvílir á gjafþega. Það er vert að veita því athygli, að reglan miðar við það tímamai'k er gjöfin var afhent, þannig að engu skiptir, hvenær gjafaloforðið kann að hafa verið gefið, það eru efndir þess, sem hér skipta máli. Það er líka rétt að taka fram, að það eru aðeins gjafir, sem afhentar hafa verið fyrir skipti, sem riftanlegar eru, ekki er ástæða til að beita regl- unni um óefnd gjafaloforð, enda eru kröfur sem byggðar eru á slík- um loforðum taldar til svonefndra eftirstæðra krafna, sbr. 3. tl. 86. gr. 1.3/1878. Við þetta er svo rétt að bæta, að af 60. gr. gjaldþrotalaga leiðir, að miða ber við það tímamark, er þinglýsing eða önnur tryggingaráðstöf- 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.