Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 44
Það kann t.d. að vera, að þeim, sem riftunarkrafa beinist gegn, lánist að sanna, að það sé rík venja innan viðkomandi starfsgreinar að greiða t.d. fjárkröfur með víxlum, skuldabréfum eða þess háttar. Venjur í viðskiptum kröfuhafa og skuldara geta haft hér þýðingu. Nefna má sem dæmi HRD IV (1931—1932), bls, 582. (Landsbanki Is- lands f.h. þrotabús Þórðar Flygenring gegn h/f Kveldúlfi.) Hér voru málavextir þeir, að við athugun á gögnum þrotabús nokkui's kom í ljós, að skuldastaða þess gagnvart h/f K hefði batnað mjög verulega á síðustu 6 mánuðum fyrir skiptin, og var ástæðan sú, að þrotamaður hafði greitt h/f K hluta krafnanna með saltfiski eða andvirði saltfisks. Var krafist riftunar á greiðslum skuldanna, er þannig höfðu farið fram, og m.a. byggt á, að þær væru greiddar með óvenj uleg- um greiðslueyri. Riftunarkröfunni var hafnað, þar sem leitt var í ljós, að í nokk- ur ár fyrir gjaldþrotið höfðu viðskipti aðilja farið fram með þeim hætti, að þrotamaður hafði afhent h/f K saltfisk til um- boðs- eða umsýslusölu. Andvirði saltfisksins hafði verið fært þrotamanni til tekna á viðskiptareikningi hans við h/f K, þegar sala hafði farið fram. H/f K greiddi svo þrotamanni inneign hans eða öðrum eftir tilvísun hans. Staða þrotamanns á viðskiptareikningi hans hjá h/f K var jafnan neikvæð, en þó mismunandi mikið neikvæð. Talið var sýnt fram á, að viðskipti aðilja hefðu verið með sama hætti á síð- ustu 6 mánuðum fyrir skiptin og þau hefðu verið síðustu árin. Þegar jafnframt var litið til þess, að h/f K hafði leyst eignir þrotamanns úr veðböndum umfram skyldu skömmu fyrir skipt- in, var ekki talið, að viðskiptin hefðu verið óvenjuleg. Ef kveikjan að viðskiptum aðilja, sem leiddu til greiðslu skuldar með óvenjulegum greiðslueyri, hefur verið sérstök og brýn þörf kröfu- hafa fyrir hlut þann, sem notaður er til greiðslu skuldar, en ekki að greiða skuld, kann að vera, að 54. gr. yrði ekki talin eiga við. Af dóma- framkvæmd í Danmörku, t.d. dómi í UFR 1980, bls. 770, sést þó að í slíkum tilvikum eru gerðar strangar kröfur til sönnunar og að fallist er á riftun, ef ætla má að hvatinn að viðskiptunum hafi verið sá að greiða skuld.19) 19) Sjá einnig Tore Sandvik, bls. 36—37. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.