Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 52
Frá meginreglu 62. gr. eru tvær undantekningar: Ef riftunarþoli hefur fengið peningagreiðslu frá þeim, sem varð gjaldþrota, eða muni sem hann hefur selt fyrir peninga, ber hon- um að endurgreiða þá peninga, væntanlega með vöxtum. Hafi riftunarþoli verið grandsamur um riftanleika ráðstöfunar, þegar hún fór fram, ber honum að greiða búinu tjónbætur. Sjá nánar um þetta í tl. 7.3. hér að neðan. Þá er í 2. tl. 62. gr. tekið fram, að hagnað, sem fæst eftir höfðun riftunarmáls, beri að greiða búi. 7.3. REGLA 63. GR. GJALDÞROTALAGA. Ef riftun ráðstöfunar fer fram á grundvelli 59. eða 61. gr. gjald- þrotalaga, er svo fyrir mælt í 63. gr., að sá, er hag hafði af ráðstöfun, skuli greiða búinu bætur eftir almennum reglum. Meginregla þessa ákvæðis leiðir til þess, að niðurstaða riftunar á að gera búið eins sett og hin riftanlega ráðstöfun hafi aldrei farið fram, þ.e. þetta fer eftir almennum reglum um greiðslu skaðabóta. Slíkt er eðlilegt, þar sem 59. gr. og þó einkum 61. gr., eru byggðar á huglægum sjónarmiðum. 7.4. REGLA 65. GR. GJALDÞROTALAGA. Regla 65. gr. gjaldþrotalaganna er endurgreiðslureglum 62. og 63. gr. til fyllingar. Reglan er svohljóðandi: „Ef sérstaklega stendur á, má lækka eða fella niður kröfu á þann, sem hag hafði af ráðstöfun eða réttargerð, ef greiðsla kröfunnar væri svo miklum erfiðleikum bundin, að ósanngjarnt má teljast, og önnur atvik leiða til hins sama“. Regla þessi er nýmæli í gjaldþrotalögum, en á sér hliðstæðu í ýmsum lögum, s.s. 136. gr. loftferðalaga nr. 34/1964 og 2. mgr. 24. gr. lögræðislaga nr. 68/1984.29) Ekki verður séð að reglu þessari hafi ennþá verið beitt í íslenskum rétti. Orðalag reglunnar gefur til kynna að henni beri einungis að beita í undantekningartilvikum, þ.e. „ef sérstaklega stendur á“. Því hefur verið haldið fram, að reglunni verði ekki beitt ef riftunarkrafa stofn- ast vegna viðskipta rekstraraðilja (i forretningsmæssige forhold). Þá er einnig talið, að reglunni verði beitt í algjörum undantekningartilvik- um, ef rift er á grundvelli 61. gr. gjaldþrotalaganna.30) 29) Sbr. iimmæli í greinargerð í Alþ.tíðindum 1977, 103. mál, bls. 33. 30) Sbr. Mogens Munch, bls. 496. 114
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.