Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 16
hendi fulla greiðslu. Annars vegar sú, að sjóveðréttur fyrnist á einu
ári, ef fyrning er ekki rofin með lögsókn. Hin undantekningin er sú,
að sjóveð (og önnur eignarhöft) falla niður, ef skip er selt á nauð-
ungaruppboði. Þessar undantekningar eru einnig í ísl. sigll., sbr. 201.
gr. um fyrningu sjóveðréttar og 202. gr. um nauðungarsölu. Verður
fljótlega vikið nánar að þeim.
I sigll. 1985 er einnig sú séríslenska regla, að sjóveð í skipi fellur
niður gagnvart grandlausum viðsemjendum eiganda skips, ef veðrétt-
urinn hefur verið staðfestur með dómi eða dómsátt og útdrætti úr dóm-
inum eða sáttinni ekki verið þinglýst innan sex vikna frá því að dómur
var kveðinn upp eða dómsátt gerð, sjá 2. málsl. 1. mgr. 199. gr. sigll.38
Veðréttindi fyrnast almennt ekki og fyrning þeirrar kröfu, sem veð-
rétturinn fylgir, hefur venjulega ekki áhrif á veðréttinn.39 Hins vegar
fyrnist sjóveðréttur í skipi, ef honum er ekki fylgt eftir með lögsókn
innan árs frá því að krafa stofnaðist, sbr. 201. gr. sigll. (Sama regla
gildir um sjóveðrétt í farmi skv. 207. gr. sigll.). Eftir 232. gr.
sigll. 1963 giltu aðrar reglur um upphaf fyrningarfrests, t. d. mið-
aðist fyrningarfrestur skv. 6. tl. 232. gr. við gjalddaga kröfu.40 Breyt-
ing þessi á upphafsmörkum fyrningarfrests er gerð í samræmi við
breytingar, sem gerðar voru á siglingalögum annarra Norðurlanda að
fyrirmynd Brússelsamningsins frá 1967. Þótt hér sé um að ræða mik-
ilvæga breytingu, sem valdið getur nokkurri réttaróvissu, er hennar
ekki getið í athugasemdum með lagafrumvarpi.41 Samkvæmt siglinga-
38 Um reglu þessa, sem er nýmæli, segir í athugasemdum með lagafrv., að hún sé tekin
upp „f þeim tilgangi að auðvelda væntanlegum kaupendum skipa sem selja skal, en
sem sjóveðréttur hvflir á, svo og samningsveðhöfum og öðrum, sem hagsmuna hafa
að gæta, að átta sig á þessum mikilvægu eignarhöftum, sem skipi fylgja þrátt fyrir
söluna. Að öðrum kosti eru þessi eignarhöft „ósýnileg", ef svo má að orði kveða, og
reynslan hefur sýnt, að ekki er ætíð fullnægjandi að treysta upplýsingum [frá] seljanda
einum um þetta atriði." (Alþt. 1984 A, bls. 1055.) Frekari rökstuðningur fyrir þessu
nýmæli er ekki í frumvarpinu. Akvæði lagafrumvarps var breytt nokkuð í meðferð
Alþingis. Regla þessi um skyldu til þinglýsingar er skv. ofangreindu einskorðuð við
sjóveðrétt, sem staðfestur hefur verið með dómi eða dómsátt. Veðréttur helst því fyrir
áföllnum sjóveðkröfum, sem dómur hefur ekki gengið um eða dómsátt. Er gildissvið
reglunnar þess vegna fremur takmarkað og óvíst, að ávinningur sé að henni. Eins og
fram kemur í 2. kafla hér að framan, er talið, að 3. maður verði almennt ekki bund-
inn við réttarsátt um lögveð. Skýtur nokkuð skökku við, að umrædd regla 199. gr. skuli
beinlínis ráðgera hið gagnstæða.
39 Gaukur Jörundsson, bls. 72.
40 Sjá t. d. H 1966, 789, H 1966, 792 og H 1966, 985. Aðrir dómar um fyrningu sjóveðréttar
í skipi eftir eldri sigll. eru raktir í „íslenskum dómaskrám I“, bls. 212 og „Dómum i
sjórréttarmálum 1965-1982“, bls. 43-44 (nr. 73-75).
41 Sjá Alþt. 1984, bls. 1055. í Innstilling VIII, bls. 78 eru hins vegar athyglisverðar athuga-
semdir um upphafsmörk fyrningarfrests eftir hliðstæðu norsku lagaákvæði.
78