Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 14
6. RÉTTHÆÐ SJÓVEÐS í SKIPI OG FORGANGSREGLUR
Sjóveði'éttur í skipi gengur fyrir öllum öðrum eignarhöftum í því,
1. mgr. 198. gr. sigll.31 Sjóveð gengur því fyrir eldri og yngri samn-
ingsveðum. Það gengur að sjálfsögðu einnig fyrir öðrum takmörkuð-
um eignarréttindum, sem verða að víkja fyrir eldra samningsveði, t. d.
dómveði (aðfararveði) og samningsbundnum haldsrétti.32
1 ýmsum lögum eru einstakar heimildir um lögveð í skipi til trygg-
ingar margvíslegum kröfum, svo sem ýmiss konar opinberum gjöld-
um, vátryggingariðgjöldum og skoðunarkostnaði til bátaábyrgðarfé-
laga, sektum og málskostnaði vegna brota á tollalögum o. fl.33 Ágrein-
ingur kann að rísa um rétthæð sjóveðs gagnvart lögveðum, sem stofn-
ast hafa í sama skipi skv. sérstökum lögum. Um rétthæð veðanna
verður fyrst og fremst að fara eftir því, sem lögveðsheimildirnar sjálf-
ar segja fyrir um eða af þeim verður ráðið eftir lögskýringarreglum.
Fáist niðurstaða ekki með þessum hætti, gildir líklega sú meginregla,
að eldra lögveð gengur fyrir yngra.34
Um haldsrétt til tryggingar kröfu vegna smíði eða viðgerðar skips
eru sérstök ákvæði í 200. gr. sigll., sbr. 8. kafla hér á eftir. Er halds-
rétturinn takmarkaður við aðila, sem smíðað hefur skip eða gert við
það, enda hafi hann vörslu skipsins. I 3. mgr. 200. gr. segir, að halds-
réttur víki fyrir sj óveðréttindum í skipi, en gangi fyrir samnings-
bundnum veðréttindum og öðrum eignarhöftum.35 Ákvæði 3. mgr.
verður að skilja svo, að einungis sé átt við haldsrétt með heimild í
200. gr., en ekki annars konar haldsrétt, svo sem rétt, sem stofnast í
skipi samkvæmt samningi eða eðli máls.36 Haldsréttur fyrir kröfu
vegna kostnaðar við varðveislu skips myndi því víkja fyrir samnings-
veði, nema slíkur kostnaður væri þáttur í kröfu, sem nýtur rétthærra
veðs, t. d. björgunarlaunakröfu (sjóveð skv. 4. tl. 197. gr.) eða kröfu
um viðgerð (haldsréttur skv. 200. gr.).
31 Sé skip selt á nauðungaruppboði, víkja sjóveð þó fyrir uppboðskostnaði og öðrum
kostnaði, sem dómur hefur úrskurðað vegna kyrrsetningar eða aðfarar, sjá 3. mgr.
202. gr.
32 Sbr. Gaukur Jörundsson, bls. 84.
33 Gaukur Jörundsson, bls. 86, nefnir helstu dæmi slíkra lögveðsheimilda.
34 Gaukur Jörundsson, bls. 85 og Þórður Eyjólfsson (1934), bls. 125.
35 Um rök fyrir þeirri reglu sjá Brækhus, bls. 215.
36 Þennan skilning styður samanburður við samsvarandi ákvæði í skandinavísku fyrir-
myndunum. Um þær sjá Betænkning nr. 580/1970, bls. 23, Innstilling VIII, bls. 77-78
og Rune, bls. 171.
76