Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 9
Samkvæmt 211. gr. nær sjóveðréttur heldur ekki til vátryggingarfjár,
nema sjóveðréttur fyrir launum og öðrum kröfum eftir 1. tl. 197. gr.10
Ýmis rök má færa fyrir þeirri almennu reglu, að sjóveðréttur nái ekki
til vátryggingarfjár. Verða þau ekki rakin hér.* 11 Sjóveðréttur fyrir
kröfum skv. 1. tl. 197. gr. nær væntanlega ekki lengra en svo, að veð-
rétturinn færist yfir á þær vátryggingarbætur, sem veðþoli á tilkall
til. Ástæða er til að vekja athygli á, að eftir almennu reglunni um vá-
tryggingu hagsmuna þriðja manns í 54. gr. laga nr. 20/1954 um vá-
tryggingarsamninga getur veðhafi átt sjálfstæðan rétt til vátrygg-
ingarbóta. Er sá réttur ríkari en sá, sem um ræðir í 2. mgr. 211. gr.
sigll.12 Ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 54. gr. laga nr. 20/1954 um að vá-
trygging sé sjóveðréttarhafa til hagsbóta, ef persónuleg krafa er veð-
réttinum samfara, var ekki breytt, er sigll. 1985 voru sett. Á grund-
velli þess gæti t. d. skipverji væntanlega haft uppi sjálfstæða kröfu á
hendur vátryggingafélagi skips vegna ógreiddra launa, sem sjóveð-
réttar njóta, enda sé eigandi skips skuldari launakröfunnar.13
Farmur. Sjóveðréttur í farmi nær einungis til farmsins sjálfs, en
hvorki til skaðabóta né vátryggingarfjár, sem í stað hans kemur, sjá
1. mgr. 211. gr. sigll.
Andlag haldsréttar skv. 200. gr. sigll. er skip. 1 lagaákvæði þessu
er ekki kveðið á um, hvort haldsréttur nái til skaðabóta eða vátrygg-
ingarbóta fyrir skip, sem bundið er haldsrétti. Um það gilda almenn-
ar reglur, þ. á m. 54. gr. laga nr. 20/1954, því að 211. gr. verður naum-
ast beitt með lögjöfnun um haldsrétt.14 Á haldsréttarhafi samkvæmt
því sjálfstæðan rétt til vátryggingarbóta, ef skilyrði 54. gr. laga nr.
20/1954 eru fyrir hendi.
Fleiri veð en eitt. Ef veðhafi hefur fleiri veð en eitt fyrir sömu
kröfu, er honum heimilt að ganga að hvaða veði, sem hann vill, fyrir
10 f siglingalögum annarra norrænna ríkja er engin undantekning þess efnis, að sjóveð-
réttur fyrir launakröfum nái til vátryggingarfjár skips. Samkvæmt skandinavxsku lög-
unum nýtur sjóveðréttarhafi aldrei réttar til vátryggingarfjár, sem greiðist fyrir missi
eða skemmdir á skipi eða farmi.
11 Sjá m. a. Innstilling VIII, bls. 93.
12 Gaukur Jörundsson, bls. 33.
13 Um réttarstöðu sjóveðhafa gagnvart vátryggingafélagi, sem selt hefur vátryggingu á
veðbundnum hlut gilda allólíkar reglur á Norðurlöndum. T. d. nýtur sjóveðhafi ekki
réttarstöðu sem vátryggður eftir norskum rétti, sbr. 54. gr. norskra laga um vátrygg-
ingarsamninga og 263. gr. norskra sigll., sjá Innstilling VIII, bls. 92-93, Selmer, bls.
113 og Bull, bls. 233.
14 Sbr. Lyngsp, bls. 237 og Rune, bls. 174. Norskur réttur hefur sérstöðu, sjá Bull, bls.
241-242 og rit, sem þar er vísað til.
71