Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 25
innan eins árs frá því að krafa stofnaðist. Hin síðari er á þá lund, að sjóveð og önnur eignarhöft í skipi falla niður, ef skip er selt á nauð- ungaruppboði. Gildir þetta fortakslaust um nauðungaruppboð hér á landi, en um nauðungaruppboð erlendis því aðeins, að skip sé statt í hlut- aðeigandi ríki við sölu og hún fari fram eftir lögum þess ríkis (7. kafli). í 200. gr. sigll. er ákvæði, er veitir þeim, sem smíðað hefur skip eða gert við það, haldsrétt til tryggingar kröfu um smíðis- eða við- gerðarkostnað. Nýtur haldsréttur forgangs fram yfir önnur eignar- höft í skipi en sjóveð. Ákvæði þetta kom í norræn siglingalög úr Briisselsamningnum frá 1967. Aðrar reglur um haldsrétt eru ekki í sigll. 1985, en hann getur væntanlega stofnast í skipi eftir öðrum heimildum. Haldsréttur eftir sigll. fellur vitanlega niður eins og ann- ar haldsréttur, ef haldsmaður sleppir skipi úr vörslum sínum. Um lok haldsréttar eftir 200. gr. sigll. gilda annars að mestu sömu reglur og um sjóveðrétt í skipi (8. kafli). Nýmæli eru í sigll. um, hvaða reglum skuli beitt, þegar íslenskur dómstóll dæmir í máli um eignarhöft í erlendu skipi (9. kafli). Reglur sigll. um sjóveð í farmi eru ekki eins ítarlegar og um sjóveð- rétt í skipi. 1 dómsmálum reynir miklu sjaldnar á ákvæðin um sjóveð í farmi. Þau eru sniðin eftir skandinavískum siglingalögum, en enginn alþjóðasamningur gildir um það efni. Helstu kröfur, sem sjóveðréttur í farmi fylgir, eru um bj örgunarlaun, um framlag til sameiginlegs sjó- tjóns, kröfur vegna ráðstafana, sem gerðar eru af hálfu farmflytjanda í þágu eiganda farms, farmgjald og aðrar kröfur, sem farmflytjandi á eftir farmsamningi. Sjóveðréttur í farmi víkur fyrir opinberum gjöld- um, en gengur fyrir öllum öðrum eignarhöftum, sem á farmi hvíla. Um forgangsröð og lok sjóveðréttar í farmi gilda annars svipaðar reglur og um skip. Ástæða er þó til að geta þess, að sjóveð í farmi glatast, þegar hann er afhentur (10. kafli). I ritgerðinni er vikið að ýmsum ákvæðum 11. kafla sigll., sem ekki er ástæða til að rekja í þessu yfirliti, svo sem reglum um samnings- veð í skipi (11.-12. kafli). Loks er stuttlega getið reglna 12. kafla sigll. um fyrningu kröfu- réttar (13. kafli). HEIMILDIR Alþingistiðindi. Arnljótur Björnsson. Nýju siglingalögin III. Almenn takmörkun ábyrgðar eftir 9. og 10. kafla siglingalaga. TL 1987, bls. 8-31. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.