Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 55
Dómur sá, sem fyrr er vitnað til, þ.e. HRD LV (1984), bls. 1117, úti- lokar ekki þennan skilning. Aðalatriðin í þessu máli voru eftirfarandi: Við uppskrift í þrotabúi hlutafélagsins S þann 17. 11. 1982 upp- lýsti stjórnarformaður og annar framkvæmdastj óri m.a., að til- teknar eignir hefðu verið seldar á síðustu vikum fyrir skiptin fyrir u.þ.b. eina milljón króna og að upplýsingar um ráðstafanir þess fjár megi finna í bókhaldi. Stjórnarformaðurinn lofaði að skila bókhaldinu í næstu viku þar á eftir. Sérstaka áherslu verður að leggja á það hér, að ekki var annað upplýst en að stjórnarfor- maðurinn hefði efnt þetta loforð sitt. Áðurnefnd fjárhæð var „greidd“ með víxlum, sem notaðir voru til greiðslu skulda, m.a. til aðiljanna A og B. Skiptafundur ákvað þann 16. febrúar 1983 að fela tveimur lögmönnum að höfða riftunarmál og voru þau höfðuð þann 26. ágúst s.á. eða 6 mánuðum og 10 dögum síðar. Niðurstaða dómsins er sú að frávísa beri málinu, þar sem málshöfð- unarfrestur hafi verið liðinn. Var þessi niðurstaða rökstudd með eftir- farandi hætti: „Af framangreindu þykir Ijóst, að skiptaráðandi hafi fengið upp- lýsingar um sölu eigna samkvæmt kaupsamningi dags. 24. ágúst 1982 þegar við upphaf skipta hinn 17. nóv. 1982. Samkvæmt bók- un skiptaréttarins þann dag skyldi Bergur Björnsson afhenda skiptaráðanda bókhaldsgögn með nánari útlistun um ráðstafanir söluandvirðisins viku síðar. Eigi verður séð að spurt hafi verið nánar út í ráðstöfun þessa við framhaldsuppskriftargerðir. Verð- ur því ekki annað séð en að skiptaráðandi hafi átt þess kost þeg- ar í lok nóvember 1982 að leita samþykkis skiptafundar til höfð- unar riftunarmáls þessa. Af því leiðir að frestur til málshöfðunar þessarar samkvæmt 68. gr. gjaldþrotaskiptalaga var liðinn er málið var höfðað með stefnu birtri á hendur stefnda B hinn 26. ágúst 1983 sbr. 103. gr. 1. 85/1936 um meðferð einkamála, en öll málin voru þingfest hinn 6. sept. s. á. Jafnvel þótt miða bæri upphaf málshöfðunarfrests við ákvörðun skiptafundar hinn 16. febrúar 1983, þá teldist hann hafa verið liðinn er málið var höfðað“. Dómurinn var staðfestur að þessu leyti athugasemdalaust í Hæsta- rétti. 117

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.