Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 50
eða mátt vita um ógjaldfærni skuldarans og líka þau atvik, sem gerðu það að verkum, að ráðstöfunin var ótilhlýðileg. Sönnunarbyrðin hér hvílir á búinu, eins og um önnur skilyrði þessa ákvæðis. 7. REGLUR GJALDÞROTALAGA UM ENDURGREIÐSLUR VIÐ RIFTUN. 7.1. MEGINREGLAN. Eins og fyrr er drepið á, er meginreglan sú samkvæmt gjaldþrota- lögunum frá 1978, að aðiljum ber ekki að skila aftur greiðslum þeim, sem þeir inntu af hendi við ráðstöfun þá, sem rift er, heldur peninga- greiðslum. Þó er báðum aðiljum heimilt með stoð í 64. gr. laganna að krefjast þess, að greiðslum skuli skila í þeim mæli, sem þær eru ennþá til, er riftun fer fram, en verðrýrnun þeirra þá jöfnuð með peninga- greiðslum. Slík krafa um skil á verðmætum, t.d. þegar rift er greiðslu á skuld með óvenjulegum greiðslueyri, t.d. jai'ðýtu, er erfið í fram- kvæmd. Niðurstaða dóms um riftun liggur e.t.v. ekki fyrir, fyrr en löngu eftir að ráðstöfun var gerð. Mat á verðmætisrýrnun getur vita- skuld verið mjög umdeilanlegt, og sönnunarfærsla fyrir slíku getur ver- ið erfið. Það má því draga í efa, að þessu ákvæði verði mikið beitt, enda sjaldnast talið sérstakt hagsmunamál aðilja.27) Auk þess má minna á, að í þeim tilvikum, sem 65. gr. gjaldþrotalaga á við, er enn erfiðara að beita reglu 64. gr. Verður vikið að 65. gr. lag- anna síðar. 7.2. REGLA 62. GR. GJALDÞROTALAGA. Ef riftun fer fram á grundvelli 51.—58. gr. 1. 6/1978, ber þeim, sem hag hafði af ráðstöfun eða réttargerð, sem er sá sem riftunarkrafan beinist gegn, að greiða búinu fé, sem svarar til þess er greiðsla búsins hefur orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en tjóni búsins nemur. Hér er þannig mælt fyrir um endurgreiðslu auðgunai' þeirrar, sem hin riftanlega ráðstöfun eða réttargerð hefur fært riftunarþola. Þessi regla er mjög sérstök í íslenkum rétti og á sér líklega aðeins samsvör- un í 24. gr. lögræðislaga nr. 68/1984 og 3. mgr. 56. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Meginreglan við mat á auðgun yrði talin sú, að niðurstaða riftunar 27) Alþingistíðindi 1977, 103. mál, bls. 33. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.