Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 42
bætur til kröfuhafa myndu verða ákveðnar í peningum, ef skuldari
getur ekki efnt samning in natura, og skuldari með slíkri greiðslu
losna undan skuldbindingum sínum.17)
Algengast er, að kröfur lánardrottna eða annarra viðskiptamanna á
hendur skuldurum séu um greiðslur peninga. Það er almennt talið, að
ef slíkar kröfur eru greiddar með fasteign, bifreiðum, búfé, vörum,
víxlum, skuldabréfum eða annars konar kröfum á aðra, sé um óvenju-
legan greiðslueyri að ræða.
Þegar metið er, hvort greiðslueyrir er óvenjulegur, ber að líta til
þeirrar greiðslu er skuldari afhenti, jafnvel þótt kröfuhafi hafi mót-
tekið greiðslu í venjulegum greiðslueyri, t.d. fyrir milligöngu 3ja
manns. Um þetta má vísa til HRD frá 3. júní 1987 í málinu nr. 120/
1986, en dómur þessi er reifaður hér að framan, og einnig HRD frá 29.
janúar 1988 í málinu nr. 200/1986.
Málavextir voru þeir, að verktakafyrirtækið V komst í veruleg
vanskil við aðalviðskiptabanka sinn B. Jukust vanskil þessi síð-
ari hluta ársins 1983. 1 nóvember 1983 var bifreið og tengivagn
í eigu V veðsett B til tryggingar á greiðslu eldri skulda.
1 febrúar 1984 gerði P tilboð í bifreiðina og tengivagninn. Varð
að samkomulagi með B og P að B skyldi lána þeim síðarnefnda
kaupverð bifreiðarinnar. Ráðstafaði B síðan kaupverðinu a.m.k.
að hluta til eftir fyrirmælum V, og gekk mestur hluti þess til
greiðslu á skuldum V við B. Bú V var tekið til gjaldþrotaskipta
á árinu 1984 og var frestdagur talinn vera 6. apríl 1984.
Af hálfu þrotabúsins var krafist riftunar á greiðslu skulda V
við B og á því byggt, að greiðsla í samræmi við ofanritað væri
gerð með óvenjulegum greiðslueyri.
Var fallist á kröfu búsins um riftun, enda þótt B hefði ekki
haft beina milligöngu um sölu bifreiðarinnar og tengivagnsins,
né fengið hana sjálfa sem greiðslu.
Almennt eru fræðimenn sammála um viðhorf til þess, hvað beri að
telja óvenjulegan greiðslueyri. Ég tel rétt, að nefna nokkur dæmi úr
dómaframkvæmd.
I HRD XLIII (1972), bls. 455 var talið að greiðsla fiskútflytjanda
á peningaskuld við fiskimjölsverksmiðju, sem innt var af hendi með
afhendingu á saltfiskbirgðum, væri greidd með óvenjulegum greiðslu-
eyri.
17) Tore Sandvik, bls. 35 og 36, og Gertrud Lennander, bls. 209.
104