Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 30
Almennt miðast réttaráhrif gjaldþrotaskipta við uppkvaðningu úr- skurðar um skiptin. Frá þessu eru mikilvægar undantekningar. I þeim tilvikum, sem reglur VIII. kafla gjaldþrotalaga heimila riftun ráðstaf- ana þrotamanns, sem fram hafa farið á tilteknu tímabili, er jafnan miðað við ákveðinn tíma fyrir svonefndan frestdag. Orðið frestdagur er skýrt í 1. gr. gjaldþrotalaga. Samkvæmt því, sem þar segir, er megin- reglan sú, að frestdagur merki í lögunum þann dag, sem skiptaráðandi fær ósk um greiðslustöðvun, nauðasamninga eða gjaldþrotaskipti. Af þessu og öðrum ákvæðum gj aldþrotalaga leiðir, að frestdagur getur verið alllöngu fyrir uppkvaðningu úrskurðar um töku bús til gjald- þrotaskipta. Það er ekki einsdæmi, að fimm mánuðir líði frá frestdegi til úrskurðardags, sbr. t.d. 7. gr. og 2. tl. 12. gr. gjaldþrotalaga. Það er hugsanlegt, að enn lengri tími líði milli þessara tímamarka. Þegar skuldari biður um greiðslustöðvun, að ekki sé talað um gjaldþrotaskipti eða nauðasamninga, hefur honum oftast verið eða mátt vera Ijóst um alllanga hríð, að fjárhagsvandræði hans væru veruleg og a.m.k. líkindi væru til þess, að eignir hans dygðu ekki til fullnustu allra þeirra krafna, sem á honum hvíldu. I sumum tilvikum er kröfuhöfum, eða hluta þeirra, einnig ljós þessi staða skuldarans. Slíkar aðstæður bjóða heim hættu á því, að einstakir kröfuhafar neyti aflsmunar eða notfæri sér persónu- eða hagsmunatengsl við skuldarann til þess að knýja fram greiðslu eða áskilja sér betri tryggingar fyi'ir kröfum sínum en þeir áður höfðu. Það er líka freistandi fyrir skuldarann undir slíkum kringumstæðum að stýra greiðslum eða ráðstafa eignum til þeirra, sem hann telur sér persónulega eða hagsmunalega nákomna, eða jafnvel ráðstafa eignum til þeirra, sem ekki fara með kröfur á hendur honum, t.d. til þess að njóta sjálfur góðs af þeim síðar. Sem dæmi um hið síðast nefnda má hugsa sér gjafagerning skuldara til maka síns. Riftunarreglur gjaldþrotalaga gera mögulegt fyrir þrotabú að ónýta með afturvirkum hætti slíkar ráðstafanir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mismunun kröfuhafa og til að draga fleiri eignir undir skiptin. Reglurnar um riftun ráðstafana hafa líka án efa almenn varnaðar- áhrif, og hafa því sjálfstætt gildi af þeim sökum einum. Riftunarreglur gjaldþrotalaga eru taldar tæmandi í lögunum, þann- ig að ekki ætti að vera hægt að beita þeim með lögjöfnun á öðrum réttarsviðum.1) Við skýringu þessara reglna hljóta menn einnig að verða að hafa hugfast, að þær beinast gegn hinum almenna rétti manna 1) Stefán Már Stefánsson: íslenskur gjaldþrotaréttur, bls. 155. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.