Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 49
á þrotabúi, og myndi sú sönnun oft vera erfið. Þar sem líkur eru til, að 61. gr. verði ekki oft beitt í framkvæmd, mun aðeins stuttlega drepið á helstu atriði í ákvæðinu.25) 6.2. EINSTÖK SKILYRÐI 61. GR. GJALDÞROTALAGA. 6.2.1. Ötilhlýðilegar ráðstafanir. Það er skilyrði, að ráðstöfun sú, sem riftun beinist gegn, hafi verið ótilhlýðileg. Það verður í verkahring dómstóla að móta reglur um það, hvenær þessu skilyrði telst fullnægt. Það er í greinargerð með frumvarpi til gjaldþrotalaga ekki talið, að ráðstöfun þurfi að vera refsiverð til þess, að ákvæðið eigi við. 6.2.2. Ráðstöfun þarf að vera sumum kröfuhöfum til hagsbóta á kostnað annaira. Það er jafnframt skilyrði riftunar, að ráðstöfun sé einum eða fleiri kröfuhöfum til hagsbóta á kostnað annarra, eða að eignir verði ekki til reiðu í sama mæli og áður eða þá, að ráðstöfun leiði til skuldaaukn- ingar. Almennt myndi t.d. greiðsla á kröfu eins lánardrottins vera honum til hagsbóta á kostnað hinna og hafa í för með sér að minna kemur til skipta en ella. Þetta þarf hins vegar ekki að vera. Þó að einn forgangskröfuhafi hafi fengið greiðslu fyrir skipti, en aðrir for- gangskröfuhafar ekki, er sú greiðsla ekki riftanleg, ef allar forgangs- kröfur greiðast af eignum búsins, burtséð frá því hvað kann að koma í hlut almennra kröfuhafa.26) 6.2.3. Ögjaldfærni þrotamanns. Þá er það einnig skilyrði þess, að hægt sé að beita 61. gr. laganna, að þrotamaður hafi verið ógjaldfær, er ráðstöfun fór fram, eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar. Hugtakið ógjaldfær þýðir hér sem annars staðar í VIII. kafla gjaldþrotalaga, að eignir manns séu minni en skuldir, þ.e. ekki byggt á mögulegri greiðslugetu manns í framtíðinni. 6.2.4. Grandsemi viðsemjanda. Það er loks skilyrði fyrir beitingu 61. gr., að viðsemjandi þess er síðar verður gjaldþrota, þ.e. sá sem hag hafði af ráðstöfun, hafi vitað 25) Sjá nánar Stefán Má Stefánsson, bls. 189—191, og Niels 0rgárd, bls. 137—146. 26) Hér ber þó að hafa f huga, að sá sem greiðslu fær hagnast samt sem áður umfram aðra forgangskröfuhafa, þar sem vextir leggjast ekki á forgangskröfur eftir uppkvaðn- ingardag úrskurðar, sbr. 86. gr. 1. 3/1978. Þrátt fyrir þetta á ákvæði 61. gr. líklega ekki við í þessum tilvikum. 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.