Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 53
Sambærilegri reglu dönsku gjaldþrotalaganna hefur a.m.k. einu sinni verið beitt, sbr. dóm í ND 1986, 4. hefti, bls. 484 (UFR 1986, bls. 89 H), sem reifaður er hér að framan. Krafa þrotabúsins um endurgreiðslu var byggð á reglu, sem svarar til 64. gr. íslensku gjaldþrotalaganna, þ.e. krafist var afhendingar á húsi því, sem B fékk við skilnaðinn við A, en nettóandvirði þess D kr. 136.000,00 var talið vera gjöf í skilningi danska ákvæðisins, sem svarar til 1. tl. 51. gr. ísl. gjaldþrotalaganna. I dómi Hæstaréttar Danmerkur um þessa kröfu segir svo: „Det tiltrædes endvidere, at en gennemforelse af indstævntes principale pástand ville være urimeligt byrdefuld for appelanten, og at det derfor kun bor pálægges hende at udrede et belob til konkursboet, jfr. konkurslovens 78. Under hensyn til sagens særlige omstændigheder findes dette belob at burde fastsættes som sket ved domnien, der derfor vil være at stadfæste.“ Niðurstaða Venstre landsrett um að B skyldi greiða þrotabúi A D kr. 50.000,00 var þannig staðfest. Reglan virðist einkum koma til álita, þegar riftunarkrafa beinist gegn einstaklingum, sem ekki gætu staðið undir endurgreiðslukröfunni og myndu e.t.v. sjálfir verða gjaldþrota. Þess er jafnframt að gæta, að aðrar ástæður verða einnig að leiða til þess að rétt sé eða eðlilegt að beita reglu 65. gr. 8. MÁLSHÖFÐUNARFRESTUR 68. GR. GJALDÞROTALAGA. Mér finnst að lokum rétt að fjalla nokkuð um reglu 1. tl. 68. gr. gjald- þrotalaga, enda eru mjög skiptar skoðanir meðal lögfræðinga um það, hvernig á að túlka þetta ákvæði. Reglan er svohljóðandi: „Ef höfða þarf dómsmál til að koma fram riftun, skal það gert áður en liðnir eru 6 mánuðir frá því að sá, sem með skipti fer, átti þess kost að gera riftunarkröfu“. Það sem skoðanir eru skiptar um, er hvenær fresturinn byi'jar að líða. í riti sínu íslenskum gjaldþrotarétti, bls. 197, segir Stefán Már Stefánsson svo um þetta efni: „Þurfi að höfða sérstakt riftunarmál verður að gera það áður en 6 mánuðir eru liðnir frá því að sá sem með bú fer átti þess kost 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.