Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 51
gerði riftunarþola eins settan og hin riftanlega ráðstöfun hefði aldrei
farið fram.28) Almennt yrði því lagt til grundvallar að riftunarþoli
endurgreiddi búi fé, sem svaraði til verðmætis greiðslu á riftunardegi.
Frá þessu eru vissulega margar undantekningar, t.d. er talið, að frá
verðmæti á riftunardegi beri að draga útlagðan kostnað riftunarþola
vegna endurbóta o.þ.h. og bæta við beinum hag riftunarþola af verð-
mætinu. Krafa búsins takmarkast líka við tjón þess. Tjón bús miðast
væntanlega við verðmæti greiðslu á þeim degi, er ráðstöfun var gerð,
auk vaxta, nema annað komi einnig til. Á þessum fjárhæðum getur
orðið nokkur munur.
I þeim dómum, sem áður hefur verið vikið að, hafa endurgreiðsl-
ur almennt miðast við verðmæti greiðslu þann dag, er ráðstöfun var
gerð, og dæmdir vextir til viðbótar, en þess ber að geta sérstaklega, að
í engu tilviki virðist fjárhæð endurgreiðslukröfu þrotabúanna hafa ver-
ið mótmælt sérstaklega. Má e.t.v. draga þá ályktun af a.m.k. tveimur
dómum Hæstaréttar, að slíks hefði hugsanlega verið kostur, sbr. t.d.
HRD LVII (1986), bls. 1492.
Fallist var í dómi þessum á riftunarkröfu þrotabús V á hendur Ó, en
hin riftanlega ráðstöfun var greiðsla á skuld, sem innt var af hendi
með því að afsala frá V til Ó tveimur Lada-bifreiðum, sem metnar
voru á kr. 280.000,00.
I dómi Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um riftun,
segir m.a. svo: „Fjárkröfu stefnda (þrotabús V) er ekki andmælt
tölulega".
I HRD frá 3. júní 1987 í málinu nr. 120/1986, sem reifaður er að
framan, segir m.a. í forsendum Hæstaréttardómsins: „Af hálfu áfrýj-
anda (H) hefur ekki verið hreyft andmælum við fjárhæð dómkröfu
stefnda (þrotabús) né upphafstíma vaxta“.
Dómur héraðsdóms í HRD LVIII (1987), bls. 210, sem áður hefur
verið vikið að, er sérstakur hér.
Á hafði greitt S húsaleigu með skjölum, sem voru kaupsamningar
með eignarréttarfyrirvara og skuldabréf í senn, og auk þeirra með fá-
einum víxlum. Upplýst var að S hafði selt banka þessi skjöl, en ábyrgð-
ist sjálfur greiðslu þeirra gagnvart bankanum. Greiðslunni var rift, og
endurgreiðslukrafa stefnanda var um verðmæti skjalanna á afhend-
ingardegi auk vaxta frá þeim tíma. Dómurinn féllst á það, en taldi með
tilvísun til 62. gr. gjaldþrotalaga, að lækka bæri kröfuna um verðmæti
þeirra skjala, sem upplýst var, að hefðu ekki greiðst.
28) Niels 0rgárd, bls. 192.
113