Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 31
til að ráðstafa eignum sínum með löggerningum, og því verður að
kanna sérstaklega í hverju tilviki, hvort almenn og sérstök skilyrði
til beitingar reglnanna séu fyrir hendi eða ekki. Einnig hefur verið
bent á, að of víðtækar riftunarreglur gætu skaðað viðskiptaöryggið.
Verður einnig að huga að því sjónarmiði við beitingu þessara reglna.
2.2.2. Almenn skilyrði riftunar.
Það er eitt meginskilyrði þess, að riftun nái fram að ganga á grund-
velli reglna VIII. kafla gjaldþrotalaga, að riftun leiði til þess, að mögu-
leiki kröfuhafa til fullnustu á kröfum sínum við úthlutun úr búinu
aukist þar með.2) Hér verður að hafa hugfast, að vegna reglna 82.—84.
gr. 1. 3/1878 skiptast kröfuhafar nánast í flokka, þegar til úthlutunar
eigna búsins kemur. Það er þannig ekki í sjálfu sér skilyrði til riftunai’,
að möguleikar almennra kröfuhafa til fullnustu krafna sinna aukist,
heldur nægir að möguleikar einhvers kröfuhafaflokks til fullnustu auk-
ist. Riftun er einnig möguleg, þótt skuldir hækki jafnmikið við riftun
og nemur aukningu eigna, enda felur slíkt í sér aukna möguleika kröfu-
hafa til fullnustu, ef um raunverulegt gjaldþrotabú er að ræða. Loks er
riftun möguleg, þótt hún leiði ekki til aukningar á eignum bús, ef hún
leiðir til lækkunar á skuldum, enda er þá áður nefndu meginskilyrði rift-
unar fullnægt.
Það er einnig skilyrði, að ráðstöfun sú, sem rifta skal, hafi í raun
falið í sér mismunun kröfuhafa. Skuldara er engan veginn óheimilt að
greiða t.d. skuldir, ef hann gætir þess, að greiðslur hans séu nákvæm-
lega í þeim hlutföllum, sem kröfuhafar fengju við úthlutun úr búi.
Það verður raunar að ætla, að fáir eða engir skuldarai’, sem verða
gjaldþrota, búi yfir svo nákvæmri vitneskju um fjárhag sinn, að þeim
sé þetta mögulegt.
2.2.3. Flokkun riftunarreglna gjaldþrotalaga.
Við gildistöku 1. 6/1978 varð sú breyting á riftunarreglum, að þær
urðu auðveldari í notkun, og veldur það mestu, að riftunarreglurnar eru
nú að talsverðu leyti byggðar á hlutlægum forsendum. Enn eru þó í
gildi huglægai’ riftunarreglur, t.d. er efnislega víðtækasta riftunar-
reglan, þ.e. regla 61. gr., byggð á huglægum forsendum. Enn aðr-
ar reglur laganna byggja á hlutlægum sjónarmiðum, en veita þó þeim,
sem riftun beinist gegn, heimild til að sanna, að þrotamaður hafi
2) Sjá t.d. Stefán Má Stefánsson: íslenskur gjaldþrotaréttur, bls. 155, og Niels 0rgárd,
Konkursret, bls. 126—128.
93