Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 21
Sjóveð í farmi eru rétthá. Þau ganga fyrir öllum eignarhöftum, sem á farmi hvíla, öðrum en opinberum gjöldum, sbr. 1. mgr. 205. gr.58 Að því er varðar sjóveðrétt í skipi gildir hins vegar sú regla, að hann gengur fyrir opinberum gjöldum, sjá 1. mgr. 198. gr. sigll. Nokkur opinber gjöld („skipagjöld") eru þó tryggð með sjóveði í skipi skv. 5. tl. 197. gr. Um forgangsröð sjóveða í farmi innbyrðis gildir sú meginregla skv. 2. mgr. 205. gr., að veðkröfum skal fullnægja í þeirri röð, sem þær eru taldar í 204. gr., og að kröfur, sem taldar eru í sama tölulið, eru almennt jafn réttháar. Að þessu leyti gildir hið sama og um sjó- veð í skipi, sbr. 2. mgr. 198. gr. Um kröfur skv. 1. og 2. tl. 204. gr. gildir sú undantekningarregla, að yngri krafa gengur fyrir eldri, ef þær stafa ekki af sama atburði. Er hér um svipaða undantekningu að ræða og í lokaákvæði 2. mgr. 198. gr. um björgunarlaun o. fl. Sjóveðréttur í farmi fyrnist á einu ári frá því að krafa stofnast, ef honum er ekki fylgt eftir með lögsókn, áður en sá tími er úti, 207. gr. sigll. Sama gildir eftir 201. gr. um sjóveðrétt í skipi. Fyrningar- frestur hefst jafnan við stofnun kröfu. Ákvæðið er að norrænni fyrir- mynd einfaldað mjög frá því, sem var eftir 232. gr. sigll. 1963. Um hugtakið lögsókn vísast til fyrnl. nr. 14/1905. Aðrar reglur um lok sjóveðréttar í farmi eru í 206. gr. Sú, sem mestu máli skiptir, er að sjóveð fellur niður, þegar farmur er afhent- ur. Réttaráhrif afhendingar eru því þau sömu og við haldsrétt, sjá 8. kafla. Sjóveð í skipi haggast hins vegar ekki við vörsluskipti, svo sem áður hefur komið fram. Sjóveðréttur í farmi fellur og niður eftir 206. gr., ef farmur er seldur á nauðungaruppboði eða seldur í ferð í þágu skips eða farms. 1 206. gr. eru ákvæði um, að sá, sem afhendir farm (og í sumum til- viltum viðtakandi farms), beri persónulega skaðabótaábyrgð gagn- vart veðhafa, ef hann verður fyrir tjóni við að missa veðtrygging- una. Nánari skilyrði fyrir bótaábyrgð eru í 2. og 3. mgr.59 Vinnu- veitandi þess, sem farm afhendir, getur einnig orðið bótaskyldur eftir reglunni um vinnuveitandaábyrgð eða 171. gr. sigll. 58 Talið er, að sá, sem á lögveðrétt í lausafé og hefur það í sínum vörslum, geti skv. lög- jöfnun frá 1. gr. veðl. nr. 18/1887 leitað fullnustu með því að stofna til nauðungar- uppboðs án aðfararheimildar, sjá nánar Gaukur Jörundsson, bls. 85, Stefán Már Stefáns- son (1985), bls. 36 og Þórður Eyjólfsson (1934), bls. 126. Má ætla, að eigandi sjóveð- réttar í farmi eigi slíkan rétt. 59 Um skýringar á reglum þessum vfsast til Betænkning nr. 580/1970, bls. 25 og Innstill- ing VIII, bls. 79-80. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.