Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 39
4. UM 54. GR. GJALDÞROTALAGA. 4.1. ALMENN ATRIÐI. TlMAFRESTIR. HUGTÖK. I 1. tl. 54. gr. er regla, sem heimilar riftun á greiðslu skuldar á síð- ustu 6 mánuðum fyrir frestdag, ef greitt er með óvenj ulegum greiðslu- eyri, fyrr en eðlilegt var, eða greidd var fjárhæð, sem úrslitum réð um gjaldfæmi þrotamanns, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum. Hafi slík greiðsla farið fram til nákominna á síðustu 2 ár- um fyrir frestdag, er hún einnig riftanleg, nema sá sem riftun beinist gegn sanni, að þrotamaður hafi verið gjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi og verið það þrátt fyrir greiðsluna. Reglu þessari svipar til 19. gr. eldri gjaldþrotaskiptalaga nr. 25/ 1929. Regla 1. tl. er hlutlæg riftunarregla, sett til að skapa greiða leið til að rifta greiðslum á skuldum, sem inntar eru af hendi með þeim hætti, að almennt má ætla, að eitthvað sé athugavert við ráðstöfun- ina, og ætla má, að hún hefði ekki verið gerð a.m.k. ekki með þess- um hætti, ef fjárhagur skuldara hefði verið eðlilegur. I 1. tl. eru þrjú skilyrði riftunar talin upp. Þessi skilyrði eru sjálf- stæð, þannig að nægilegt er að einu þeirra sé fullnægt, allt að því til- skildu að niðurlagsákvæði 1. tl. um, að greiðslan sé venjuleg eftir at- vikum, eigi ekki við. Áður en fjallað verður um einstök skilyrði ákvæðisins, er nauðsyn- legt að átta sig á hugtökunum skuld og greiðsla og hvaða merkingu þau hafa í 54. gr.14) Ákvæðið heimilar riftun á greiðslu skuldar. Skuldin getur bæði ver- ið krafa um peningagreiðslu, svo sem oftast myndi vera, en einnig krafa um annars konar greiðslu en peninga. Það er skilyrði, að til skuld- ar hafi verið stofnað, áður en greiðslan fór fram, og að greiðslan sé ekki endurgjald fyrir t.d. vöru, sem þrotamaður fær í hendur við greiðsluna. Skuldin verður að hafa stofnast óháð greiðslunni, „þann- ig að greiðslan hafi ekki verið forsenda þess að fá gagngreiðsluna"15), eins og vera myndi t.d. við staðgreiðslukaup. Með greiðslu í 54. gr. er átt við, að verðmæti þau, sem skuldarinn innir af hendi, gangi raunverulega til lækkunar eða fullrar greiðslu á skuldum hans við kröfuhafann. Nafn það, sem aðiljar kunna að gefa viðskiptum þess- um, skiptir ekki máli í þessu sambandi. Oft fer greiðsla á skuld fram 14) Sjá Stefán Má Stefánsson, bls. 164—166. 15) Sjá Stefán Má Stefánsson, bls. 164 og 165, sjá og Mogens Munch, bls. 430—431. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.