Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 17
lögum annarra Norðurlanda og Briisselsamningnum frá 1967 slítur einungis kyrrsetning eða fjárnám42 fyrningu, enda sé þeim aðgerð- um fylgt eftir með nauðungaruppboði. 1 sigll. 1985 er að þessu leyti haldið orðalagi 282. gr. sigll. 1963 og nægir „lögsókn“ því til að slíta fyrningu. Um hvað teljist lögsókn í merkingu 201. gr., fer eftir al- mennum reglum, sjá lög nr. 14/1905.43 Aðilar geta ekki samið um lengri fyrningarfrest, enda er veðrétturinn fremur látinn sæta fyrn- ingu af tilliti til hagsmuna þriðja manns en skuldarans.44 Sjóveð (og önnur veðréttindi og eignarhöft) falla niður, ef skip er selt á nauðungaruppboði. Þetta gildir skilyrðislaust um nauðungarupp- boð, sem haldið er á Islandi, sbr. 1. mgr. 202. gr. sigll. Fari nauðung- arsala á skipi hins vegar fram erlendis, falla veðréttindi og önnur- eignarhöft því aðeins niður, að skip sé statt í hlutaðeigandi ríki, þegar það er selt, og að salan fari fram í samræmi við lög þess ríkis, sbr. 4. mgr. 202. gr. sigll.45 Sjóveðréttur fellur niður eftir þessum reglum, þótt söluandvirði hrökkvi ekki til að greiða kröfuna. Sama gildir, þótt eigi hafi verið tekið tillit til kröfunnar við uppboðið, vegna þess að ekki var vitað um hana. Enda þótt meginreglan sé sú, að sjóveðréttur í skipi falli ekki niður við sölu, getur frjáls sala íslensks skips úr landi valdið sjóveðhafa réttarspjöllum. Þess vegna er sjóveðhafa, þegar svo stendur á, veitt- ur sérstakur réttur gagnvart seljanda skips, sbr. 2. mgr. 199. gr. sigll. Segir þar, að hafi skip verið „framselt“ við frjálst afsal til erlends aðila og hafi það í för með sér, að „veðréttur“ (á að vera sjóveðréttur) fyrir kröfu, sem „framseljandi“ (þ. e. seljandi eða annar fyrri eig- andi) var ekki persónulega ábyrgur fyrir, falli niður eða njóti lakari forgangs, verði „framseljandi“ (fyrri eigandi) persónulega ábyrgur fyrir kröfunni, allt að verðmæti veðsins.46 Vera kann, að sjóveð hvíli á skipi, án þess að veðhafi eigi kröfurétt á hendur eiganda þess, t. d. þegar krafa hefur stofnast á leigutaka skips eða farmsamningshafa. I 42 Sbr. Rune, bls. 162. Enski texti Briisselsamningsins og 248. gr. norsku sigll. nefna að- eins kyrrsetningu. 43 í H 1966, 789 og 792 er dæmt, að lýsing launakröfu í uppboðsrétti sé ekki lögsókn i skilningi 232. gr. sigll. 1963 (nú 201. gr. sigll. 1985) og féllust dómendur því ekki á, að kröfulýsing skipverja hefði slitið fyrningu sjóveðréttar. 44 Ólafur Lárusson (1951), bls. 181. 45 Um skilyrði þessi sjá nánar Rune, bls. 163-164. 46 Ljóst er, að 2. mgr. 199. gr. gildir bæði um sölu og aðra afsalsgerninga. í 223. gr. sigll. 1963 og 241. gr. sigll. nr. 56/1914 var orðalag skýrara: „Nú verður skip við frjálst afsal eign manns, sem ekki getur átt íslenskt skip ... “, sbr. Ólafur Lárusson (1951), bls. 177. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.