Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 29
2. ALMENN ATRIÐI. 2.1. GJALDÞROTASKIPTI. Ef skuldari efnir ekki lögvarða kröfu, sem á honum hvílir, á kröfu- hafinn þess kost að ganga að honum, t.d. með fjárnámi ef skilyrði 1. gr. 1. 19/1887 eru fyrir hendi, lögtaki ef 1. gr. 1. 29/1885 eða önnur sér- stök lagaákvæði veita honum heimild til slíks, eða með uppboði án undangenginnar aðfarar á grundvelli veðsamnings eða lögveðs. Ef kröfuhafinn hefur ekki aðfararheimild, verður hann að afla sér henn- ar, oftast með því að knýja fram dóm. Eigi skuldari nægar eignir til fullnustu þeim kröfum, sem á honum hvíla, veita þessar reglur um sér- stakar fullnustugerðir kröfuhöfum að jafnaði næga réttarvernd. Að- staðan breytist hins vegar, þegar eignir skuldara hrökkva ekki til greiðslu þeirra krafna, sem á honum hvíla. Við slíkar aðstæður verður réttarstaða kröfuhafa oft mjög óviss og reglan um að „prior tempo potio juris“, þ.e. sá sem er fyrstur í tíma eigi bestan rétt, leiðir oft til óviðunandi niðurstöðu. Ef sú regla ætti að gilda, er hætt við að fulln- usta á kröfum réðist af sjónarmiðum, sem réttarskipanin getur ekki viðurkennt, svo sem eins og möguleikum kröfuhafa til að þvinga fram greiðslu í krafti sérstakrar aðstöðu, t.d. þekkingar á fjárhag skuldara, persónulegum eða hagsmunalegum tengslum kröfuhafa og skuldara eða afstöðu skuldara til kröfuhafa að öðru leyti. Til að hindra slíkt óvissu- og ófremdarástand eru reglurnar um gj aldþrotaskipti. Gjald- þrotaskipti er sameiginleg fullnustugerð allra þeirra kröfuhafa, sem eiga kröfur á skuldara við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti og lýsa þessurn kröfum sínum með réttum hætti í búið, eða eiga á grundvelli 111. gr. gjaldþrotalaga rétt til úthlutunar af eignum búsins. Reglum gjaldþrotalaga er að meginstefnu til ætlað að veita kröfuhöf- um jafnan rétt við úthlutun eigna búsins. Meginreglan er því jafn- ræði kröfuhafa til þeirra verðmæta, sem úthlutað er. Frá þessu eru undantekningar í 82.—84. gr. skiptalaga nr. 3/1878, en þessar undan- tekningar mæla fyrir um sérstakan betri rétt tilgreindra krafna í búið, og eiga kröfur þessar að fá fullnustu í ákveðinni röð, áður en nokkuð kemur til greiðslu svonefndra almennra krafna. 2.2. RIFTUNARREGLUR GJALDÞROTALAGA. 2.2.1. Almenn atriði. Riftunarreglur gjaldþrotalaga eru settar til að tryggja það, að mark- mið laganna um jafnræði kröfuhafa við úthlutun eigna búsins náist. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.