Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 10
allri kröfunni, sjá 1. mgr. 209. gr. sigll.15 Ákvæði þetta á jafnt við um skip og farm. Regla þessi tekur bæði til sjóveðréttar og annarra veðréttinda, eins og var eftir sigll. 1963.10 Er reglan í samræmi við það, sem telja verður, að almennt gildi í veðrétti, þótt ekki sé sér- stakri lagaheimild fyrir að fai’a. Ef um er að ræða fleiri en einn veðbundinn hlut og hlutirnir eru ekki eign sama manns, getur regla 1. mgr. 209. gr. leitt til þess, að einn veðþoli verði að greiða kröfu, sem hann ber ekki persónulega ábyrgð á.17 Til þess að jafna misrétti, sem hér yrði ella, er svo ákveð- ið í 2. mgr. 209. gr., að sá, sem bíður tjón af þessum sökum, geti gengið að hinum veðunum með sama rétti og sá kröfuhafi átti, sem áður hafði gengið að veðinu.18 4. KRÖFUR, SEM TRYGGÐAR ERU MEÐ SJÓVEÐRÉTTI I SKIPI Þær eru tæmandi taldar í 197. gr. sigll. Á ýmsum þeirra ber út- gerðarmaður takmarkaða ábyrgð eftir 9. kafla sigll. I 197. gr. er sjó- veðkröfum skipað í fimm flokka. Þessi flokkaskipan skiptir fyrst og fremst máli um forgangsröð krafnanna, sbr. 6. kafla. Það getur því ráðið úrslitum um rétthæð kröfu hverjum flokki hún heyrir til, þótt ljóst sé, að hún njóti sjóveðréttar. Nú verður gefið stutt yfirlit yfir sjóveðkröfur samkvæmt 1.-5. tl. 197. gr. (1) Laun og önnur þóknun, sem skipstjóri, skipverjar og aðrir þeir, sem á skip eru ráðnir, eiga rétt á fyrir störf um borð. Það er nýmæli, að eigi skiptir máli hver ræður launþega. Launa- krafa manns, sem ráðinn er af sjálfstæðum aðila, er rekur veitinga- eða þjónustustarfsemi í skipinu, fellur t. d. hér undir.19 Sjóveðréttur mun stofnast, þótt skipverji eigi sjálfur skipið eða sé meðeigandi að því.20 Það er skilyrði eftir 1. tl., að réttur til þóknunar hafi stofnast „fyrir störf um borð“. Þetta skilyrði var ekki í sigll. 1963, en er hér tekið upp að fyrirmynd norrænna siglingalaga og 1. mgr. 4. gr. Briisselsamn- 15 Greinin svarar til 230. gr. sigll. 1963. Til hennar var vísað í H 1965, 600. 16 Hliðstætt ákvæði dönsku siglingalaganna (261. gr.) tekur aðeins til sjóveðréttar. 17 Sbr. t. d. H 1965, 600. 18 Sjá nánar Ólafur Lárusson (1951), bls. 179-180. 19 Alþt. 1984 A, bls. 1054. 20 Rosenmeyer, bls. 58. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.