Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 35
muni síðar geta komið honum sjálfum til góða á margan hátt, t.d. með því að hinn makinn verði þannig betur í stakk búinn til að sinna hinni gagnkvæmu framfærsluskyldu hjóna, sem ákvæði 1. kap. 1. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna leggja honum á herðar. I eldri lögum um gjaldþrotaskipti nr. 25/1929 var í 27. gr. sérstakt ákvæði um riftun á öllum afhendingum milli hjóna við tilteknar aðstæð- ur fyrir skipti, hvort sem um gjafir, kaup, afsöl eða kaupmála væri að ræða. Ákvæðið gilti einnig um aðra tilgreinda aðilja, sem teljast persónulega nákomnir þrotamanni. Slíkt sérákvæði er ekki í gildandi lögum. Það er talið, að reglu 51. gr. gjaldþrotalaga verði einnig beitt um gjafir milli hjóna. Því ákvæði verður einungis beitt í tengslum við gjaldþrotaskipti. I 33. gr. 1. 20/ 1923 er ákvæði, sem heimilar kröfuhafa þess hjóna, er gefið hefur hinu gjöf, að ganga að gjafþega með tilteknum hætti. Ekki var talin ástæða til að nema ákvæði þetta úr gildi,10) enda hefur það sjálfstæða þýð- ingu, þar sem því verður beitt, þótt gjaldþrotaskipti á búi gefanda standi ekki yfir. önnur atriði skilja reglur þessar einnig að, t.d. möguleikar varðandi endurheimtu og forsendur riftunarinnar. Af 2. mgr. 30. gr. 1. 20/1923 leiðir, að aðrar gjafir en tækifæris- gjafir og þess háttar gjafir eru gildislausar, nema um þær sé gerður kaupmáli. Þar sem 3. tl. 51. gr. gjaldþrotalaga undanskilur einnig tæki- færisgjafir, styrki og þess háttar, ef gerningar þessir voru ekki kostn- aðarsamari en svaraði til aðstöðu þrotamanns, hafa einungis gjafir á grundvelli kaupmála þýðingu hér. Þrotabú getur því rift gjöf, sem felst í kaupmála, ef skilyrði 51. gr. eiga við að öðru leyti.* 11) Sjá til hliðsjónar HRD V (1934), bls. 560. Reglu 51. gr. má einnig beita til að rifta gjöf, sem felst í eftirgjöf hjúskapareignar við gerð skilnaðarsamkomulags, að því tilskildu, að atvikum sé að öðru leyti svo háttað, að ákvæðið eigi við.12) 1 þessum tilvikum verður að líta á það sem gjöf, sem hinn makinn fékk af eign- um umfram það sem honum bar, ef helmingaskiptareglan hefði verið lögð til grundvallar við skiptingu á hjúskpareignum hjónanna. Þetta er tekið beinlínis fram í gr. 5.2. í norsku lögunum um „fordringshavernes dekningsrett“ frá 1984.13) Telja verður að þessi regla gildi einnig í íslenskum rétti, sé öðrum 10) Alþingistíðindi, 1977, 103 nd„ bls. 32. 11) Sjá t.d. Stefán Már Stefánsson, og Mogens Munch, bls. 423—424. 12) Mogens Munch, bls. 420. 13) Sjá einnig Peter Lödrup í Lov og rett, 6. tbl. 1985, bls. 340—344. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.