Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 19
á um réttarstöðu haldsréttarhafa, sjá 6. kafla hér á undan.51 Annars
var ekki gerð nein breyting á þeim reglum, sem telja verður að gilt
hafi hér á landi eftir réttarheimildum utan setts réttar. Um skilyrði
haldsréttar skv. 200. gr. fer því að öðru leyti eftir almennum ólög-
festum reglum. Telja verður, að lögfesting haldsréttarreglu 200. gr.
girði ekki fyrir að lögákveðinn haldsréttur geti í öðrum tilvikum stofn-
ast í skipi skv. eðli máls.52
Haldsréttur skv. 200. gr. sigll. helst, þótt frjáls eigendaskipti verði
að skipi, en fellur niður eins og annar haldsréttur, ef haldsmaður
sleppir því úr vörslum sínum. Við sölu skips á nauðungaruppboði fell-
ur haldsréttur niður ásamt öðrum eignarhöftum, sbr. 202. gr. sigll.53
Haldsréttur fellur ekki niður við fyrningu kröfunnar, sem hann á
að tryggja, sjá 3. mgr. 1. gr. fyrnl. nr. 14/1905.54
9. LAGASKILAREGLUR
1 213. gr. sigll. eru lagaskilareglur, sem gilda um sjóveð, samnings-
veð og önnur eignarhöft í skipi. Reglurnar eru nýmæli. Engar hlið-
stæðar lagaskilareglur voru í sigll. 1963. I 1. mgr. 213. gr. er því sleg-
ið föstu, að nánar tilteknar reglur 11. kafla sigll. gildi almennt, þegar
kröfur um eignarhöft í skipi eru hafðar uppi fyrir íslenskum dóm-
stóli. Gildir einu, hvort skip er íslenskt eða erlent. Ákvæði 1. mgr. eru
því í samræmi við meginregluna um „lex fori“.55 Undantekningar frá
þessu eru í 2. mgr. 213. gr. Þar er kveðið svo á, að löggjöf þess ríkis,
sem skip er skráð í, gildi um innbyrðis röð veðréttinda í erlendu skipi
og fleiri atriði, sem nánar eru tilgreind í a- og b-lið 2. mgr. Samkvæmt
51 í 2. ragr. 200. gr. er ákvæði, sem ekki á sér fyrirmynd í skandinavískum siglingalög-
um. Varðar það réttarstöðu aðila, ef haldsréttarþoli setur tryggingu fyrir kröfu. Ákvæð-
ið er i samræmi við þá meginreglu, sem telja verður að gildi skv. eðli máls, að hlutur
verði leystur úr haldi, ef fullnægjandi trygging er sett, sbr. Ólafur Jóhannesson, bls.
29. í Noregi hefur gagnstæðri skoðun verið haldið fram, sbr. Brækhus, bls. 222-223.
52 Philip og Bredholt, bls. 338, Prop. 1973:42, bls. 584 og Rune, bls. 171. Um norskan rétt
sjá hins vegar Innstilling VIII, bls. 149 og Brækhus, bls. 219-220.
53 ítarlega greinargerð um haldsrétt skv. siglingalögum er að finna hjá Rtine, bls. 164-172.
Um haldsrétt almennt sjá m. a. Skovgaard, bls. 353 o. áfr.
54 Sbr. Brækhus, bls. 220.
55 í ýmsum ríkjum gildir reglan um „lex fori“ ekki í tilvikum sem þessum. Nokkur ríki
beita löggjöf þess ríkis, sem skip er skráð í, og sum ríki öðrum lagaskilareglum, t. d.
„lex causae" eða „lex rei sitae“. Sú staða getur því komið upp, að erlendur dómstóll
beiti íslenskum reglum um eignarhöft í skipi, sbr. Rune, bls. 176.
81