Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 18
slíkum tilvikum getur réttur, sem 2. mgr. 199. gr. veitir kröfuhafa, verið honum mikils virði.47 Hitt er annað mál, að ekki er líklegt að oft reyni á ákvæði þetta.48 8. HALDSRÉTTUR SAMKVÆMT 200. GR. SIGLINGALAGA Haldsréttur er réttur vörslumanns lausafjár til að halda hlut áfram í vörslum sínum, þar til greidd er krafa, sem vörslumaður á gagnvart eiganda hlutarins eða þriðja manni. Haldsréttur er skyldur sjóveðrétti í farmi og handveði að því leyti, að í öllum tilvikum er rétturinn bund- inn því skilyrði, að rétthafi hafi tiltekinn hlut í vörslum sínum (eða þriðji maður hafi vörslur hlutarins fyrir hönd rétthafans). Haldsrétturinn felur í sér þvingun og er þannig úrræði til að knýja fram greiðslu. Skiptar skoðanir hafa verið um, hvort í haldsrétti felist almennt sjálfstæð heimild til sölu á nauðungaruppboði.40 Haldsréttur er ýmist samningsbundinn eða lögákveðinn. Er hið síðar- nefnda algengara. Ákvæði í setturn lögum, sem heimila haldsrétt, eru fremur fátíð. Oftar er lögákveðinn haldsréttur reistur á eðli máls. I rétti ýmissa ríkja, þ. á m. norrænna ríkja, hefur lögákveðinn halds- réttur t. d. lengi verið talinn geta stofnast skv. eðli máls til handa manni, sem hefur eftir beiðni tekið hlut annars manns til viðgerðar, flutnings, geymslu eða annarrar þvílíkrar umönnunar.50 I Briissel- samningnum frá 1967 er aðildarríkjum hans veitt heimild til að veita þeim, sem smíða eða gera við skip, haldsrétt, sem gengur á 'eftir sjó- veðum skv. samningnum, en framar samningsveðum og öðrum skráð- um eignarhöftum. Ríki Skandinavíu notuðu sér þennan rétt, er þau breyttu siglingalögum sínum til samræmis við samninginn. Til þeirra má rekja nýmæli 200. gr. sigll. 1985 um haldsrétt til tryggingar kröfu vegna smíði eða viðgerðar skips. Segir í 1. mgr. 200. gr., að sá, sem smíðað hafi skip eða framkvæmt viðgerð á því, geti beitt haldsrétti til tryggingar kröfu sinni vegna smíðinnar eða við- gerðarinnar, enda hafi hann vörslu skipsins. I 200. gr. er nánar kveðið 47 Sbr. Alþt. 1984 A, bls. 1055 og Innstilling VIII, bls. 77. 48 H 1966, 985 og 1968, 1034 varða hliðstætt ákvæði sigll. 1963. 49 Stefán Már Stfefánsson (1985), bls. 38-39 og heimildarrit, sem þar er vísað til. Um norskan rétt sjá Bræklius, bls. 184 o. áfr. 50 Ólafur Jóhannesson, bls. 18. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.