Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 57
1 þessu máli hafði þrotabú B höfðað riftunarmál gegn V. Af hálfu V var krafist frávísunar, þar eð frestur samkvæmt 68. gr. hefði verið liðinn. Bú B var tekið til gjaldþrotaskipta þann 22. maí 1986. Innköllunarfresti lauk 4. ágúst 1986, og var þá skiptastjóra þeim, sem kosinn var á fundinum, falið að höfða umrætt riftunar- mál gegn V. Málið var höfðað þann 12. mars 1987. í úrskurði þeim, sem hratt frávísunarkröfu V, segir m.a. svo: „Eftir atvikum máls þessa verður að fallast á það með stefn- anda, að frestur samkvæmt 68. gr. laga nr. 6/1978 hafi ekki byrjað að líða fyrr en fyrsti skiptafundur var haldinn og hann heimilaði málshöfðun, þar sem sá, sem með skipti fer, átti þess ekki kost að gera riftunarkröfuna fyrir þann tíma, enda verður ekki talið, sé litið til allra atvika, að óhæfilegur dráttur hafi orðið á því, að fyrsti skiptafundur væri haldinn“. Með dómi Hæstaréttar frá 22. apríl 1988 í málinu nr. 113/1987 er skorið úr um það, hvenær frestur samkvæmt 68. gr. 1. 6/1978 getur fyrst byrjað að líða. Málavextir voru þeir, að bú Á var tekið til gjaldþrotaskipta. Frest- dagur var 8. ágúst 1984. Innköllunarfresti lauk þann 10. mars 1985. Fyrir skiptarétti fer fram uppskrift á eignum bús 1. febrúar 1985, og upplýsti þrotamaður þá um ráðstafanir, sem þrotabúið krafðist svo riftunar á. Á upplýsti, að bókhaldsgögn, sem tóku til umræddra ráð- stafana, væru hjá endurskoðanda sínum, og hét hann að afhenda þau skiptarétti þann 4. febrúar. Á stóð ekki við heit sitt og voru bókhalds- gögnin sótt af starfsmanni skiptaráðanda þann 3. apríl. Skiptafundir í þrotabúinu voru haldnir þann 25. mars 1985 og 2. apríl s.á. Þrotabúið höfðaði riftunarmál þann 5. september 1985 og krafðist stefndi, J, frávísunar á grundvelli 68. gr. gjaldþrotalaga. Frávísunarkröfunni var hrundið í héraði og þeirri niðurstöðu ekki skotið til Hæstaréttar. 1 dómi Hæstaréttar var hún afgreidd ex officio þannig: „Kröfulýsingarfresti lauk 10. mars 1985. Hvað sem öðru líður, verður upphaf þess frests, sem um ræðir í 68. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978, ekki talið vera fyrr en þann dag. Segir í lagaákvæði þessu, að dómsmál til að koma fram riftun eftir gjaldþrotalögum skuli höfða innan 6 mánaða „frá því að sá, sem með skipti fer, átti þess kost að gera riftunarkröfuna“. Málið var sem fyrr segir höfðað 5. september 1985, 5 dögum áður en misseri var frá lokum kröfulýsingarfrestsins. 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.