Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 47
verið orðaðar svo, að krefja ætti í dæmi a um riftun á gjöf sem felst í kaupmála, en í hinu síðara ætti að krefjast riftunar á greiðslu skuldar. Er þá byggt á því, að gjöfin og greiðsla skuldarinnar séu sjálf- stæðir löggerningar, er verið geti andlag riftunar. Eg tel, að þessi aðferð eigi stoð bæði í lögunum sjálfum og í greinar- gerð. Yfirskrift VIII. kafla laganna er: „Riftun ráðstafana þrotamanns o.fl.“ I hinum einstöku ákvæðum kaflans er svo heimiluð riftun á þar tilgreindum ráðstöfunum, sem t.d. í 51. gr. er gjöf og í 54. gr. greiðsla á skuld. Það skiptir líka verulegu máli hér, að samkvæmt 62.—64. gr. gjaldþrotalaganna er meginreglan nú sú, að þær greiðslur, sem afhent- ar voru, gangi ekki til baka, nema um það sé gerð sérstök krafa í mál- inu af öðrum hvorum aðiljanum, sbr. 64. gr., heldur inni sá, sem riftun þarf að þola, af hendi peningagreiðslur, eins og gert er ráð fyrir í 62. og 63. gr. Ágreiningur um orðalag kröfugerðar að þessu leyti var uppi í máli, sem dæmt var í bæjarþingi Reykjavíkur þann 17. október 1985, mál nr. 2064/1985.22) I því máli krafðist þrotabú V riftunar á greiðslu skuldar við G, sem fram fór með afsali á bifreið tiltekinn dag. Meðal málsástæðna G fyrir sýknukröfunni var, að riftunarkrafan væri „ekki í samræmi við ákvæði gjaldþrotalaga um riftanir viðskipta“. I dómnum var tekið fram, með tilvísun til greinargerðar með frum- vaiiai til gjaldþrotalaga, „að ákvæði gjaldþrotalaga nr. 6/1978 hafi að geyma breyttar reglur um riftun frá því, sem var í lögum nr. 25/1929 um gjaldþrotaskipti". Var fallist á kröfu stefnanda málsins um riftun á greiðslu skuldar, er fram fór með afsali, og j afnframt fallist á endur- greiðslukröfu hans í peningum, sem sett var fram á grundvelli 62. gr. 1. 6/1978. Hér má einnig benda á dóm bæjarþings Hafnarf j arðar í málinu nr. 1107/1987, sem dæmt var þann 18. maí 1988. Mál þetta höfðaði kröfuhafinn B f.h. þrotabús K gegn hinum sama K og eiginkonu hans. Kröfur stefnanda voru, að stefndu „hjónunum K og G verði gert að þola riftun á kaupmála þeirra á milli sem dagsettur er 14. janúar 1985 og þinglýstur 2. júlí 1985 á íbúð á .. . Þá krefst stefndi að stefndu verði dæmt (sic) til að greiða málskostnað in solidum“. Einungis var tekið til varna af hálfu G og bent á að K ætti hér ekki aðild. Var krafist sýknu af hálfu G og m.a. á því byggt, að krafa stefn- 22) Máli þessu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.