Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 8
3. ANDLAG SJÓVEÐRÉTTAR Skip. Helsta andlag sjóveðréttar er skip. Hugtakið skip er hvorki skýrt í siglingalögum né Brusselsamningnum frá 1967.5 Ekki eru þar heldur reglur um, hvaða för geti verið andlag sj óveðréttar. Verða dóm- stólar að leysa það álitamál hverju sinni, en sjaldnast veldur það vafa. Telja verður, að sjóveð geti ekki fallið á nýtt skip fyrr en að það hefur verið sjósett.6 Sjóveð stofnast því ekki í skipi í smíðum.7 Reglur þjóða- réttar geta leitt til þess, að lagaákvæðum um sjóveð verði ekki beitt um skip, sem eru í eigu ríkis og eigi eru notuð til atvinnurekstrar.8 Slík erlend skip verða ekki kyrrsett og eigi má með einum eða öðrum hætti leita nauðungarfullnustu í þeim. Sjóveð í skipi nær einnig til skipsbúnaðar. Til hans teljast ekki vista- birgðir, eldsneyti eða aðrar vélarnauðsynjar, 203. gr. sigll. Til skips- búnaðar eru venjulega taldir þeir munir, sem ekki eru hluti sjálfs skipsins, en ætlaðir eru til varanlegra nota á því. Venjulega eru munir þessir nauðsynlegir, til að unnt sé að nota skip í þeim tilgangi, sem því er ætlað að þjóna. Stundum getur ágreiningur risið um hvaða munir teljast til skipsbúnaðar.9 Meginreglan er sú, að veðréttur nái til bótakröfu, sem veðþoli eign- ast, ef veðið skemmist eða fer forgörðum. Þetta gildir ekki um sjóveð- rétt, sbr. 1. mgr. 211. gr. Eftir 217. gr. sigll. 1963 náði sjóveðréttur í skipi til kröfu útgerðarmanns til skaðabóta og sjótjónsframlags vegna tjóns á skipi, svo og hluta útgerðarmanns af björgunarlaunum. Sjó- veðréttur í slíkum kröfum er ekki lengur fyrir hendi. Þessa breytingu má rekja til Brússelsamningsins frá 1967, svo sem áður er vikið að. 5 Um skip og fylgifé sjá Ólafur Lárusson (1971), bls. 13-14. 6 Falkanger og Bull, bls. 49. Hins vegar getur haldsréttur stofnast fyrr, sbr. Rune, bls. 165. 7 Sbr. H 1977, 664, héraðsdóminn. Samningsveð og dómveð geta hins vegar stofnast í skipi í smíðum. Hinn 27. maí 1967, þ.e. sama dag og Briisselsamningurinn um sjóveð og annars konar veðréttindi í skipum var gerður, var annar samningur undirritaður í Briissel. Hann fjallar um skráningu réttinda í skipum í smíðum (Convention Relating to Registration of Rights in Respect of Vessels under Construction). ísland er ekki heldur aðili að lionum. Verður eigi fjallað um hann liér. 8 Enda skal skv. 1. gr. sigll. 1985 því aðeins beita ákvaeðum þeirra um erlend skip, að ákvæðin brjóti ekki í bága við reglur þjóðaréttar. Sbr. einnig alþjóðasamning, sem gerður var í Brussel 1926 (International Convention for the Unification of Certain Rules Concerning the Immunity of State-owned Ships), ásamt viðauka frá 1934. Texta samn- ingsins er að finna m. a. lijá Hoel og Kleiven, bls. 62. ísland er ekki aðili að honum. Sjá einnig Rosenmeyer, bls. 13 o. áfr. og Rune, bls. 154-155. 9 Sjá íslenskar dómaskrár I, bls. 206, Ólafur Lárusson (1971), bls. 13 og Rosenmeyer, bls. 17-18. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.