Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 8
3. ANDLAG SJÓVEÐRÉTTAR Skip. Helsta andlag sjóveðréttar er skip. Hugtakið skip er hvorki skýrt í siglingalögum né Brusselsamningnum frá 1967.5 Ekki eru þar heldur reglur um, hvaða för geti verið andlag sj óveðréttar. Verða dóm- stólar að leysa það álitamál hverju sinni, en sjaldnast veldur það vafa. Telja verður, að sjóveð geti ekki fallið á nýtt skip fyrr en að það hefur verið sjósett.6 Sjóveð stofnast því ekki í skipi í smíðum.7 Reglur þjóða- réttar geta leitt til þess, að lagaákvæðum um sjóveð verði ekki beitt um skip, sem eru í eigu ríkis og eigi eru notuð til atvinnurekstrar.8 Slík erlend skip verða ekki kyrrsett og eigi má með einum eða öðrum hætti leita nauðungarfullnustu í þeim. Sjóveð í skipi nær einnig til skipsbúnaðar. Til hans teljast ekki vista- birgðir, eldsneyti eða aðrar vélarnauðsynjar, 203. gr. sigll. Til skips- búnaðar eru venjulega taldir þeir munir, sem ekki eru hluti sjálfs skipsins, en ætlaðir eru til varanlegra nota á því. Venjulega eru munir þessir nauðsynlegir, til að unnt sé að nota skip í þeim tilgangi, sem því er ætlað að þjóna. Stundum getur ágreiningur risið um hvaða munir teljast til skipsbúnaðar.9 Meginreglan er sú, að veðréttur nái til bótakröfu, sem veðþoli eign- ast, ef veðið skemmist eða fer forgörðum. Þetta gildir ekki um sjóveð- rétt, sbr. 1. mgr. 211. gr. Eftir 217. gr. sigll. 1963 náði sjóveðréttur í skipi til kröfu útgerðarmanns til skaðabóta og sjótjónsframlags vegna tjóns á skipi, svo og hluta útgerðarmanns af björgunarlaunum. Sjó- veðréttur í slíkum kröfum er ekki lengur fyrir hendi. Þessa breytingu má rekja til Brússelsamningsins frá 1967, svo sem áður er vikið að. 5 Um skip og fylgifé sjá Ólafur Lárusson (1971), bls. 13-14. 6 Falkanger og Bull, bls. 49. Hins vegar getur haldsréttur stofnast fyrr, sbr. Rune, bls. 165. 7 Sbr. H 1977, 664, héraðsdóminn. Samningsveð og dómveð geta hins vegar stofnast í skipi í smíðum. Hinn 27. maí 1967, þ.e. sama dag og Briisselsamningurinn um sjóveð og annars konar veðréttindi í skipum var gerður, var annar samningur undirritaður í Briissel. Hann fjallar um skráningu réttinda í skipum í smíðum (Convention Relating to Registration of Rights in Respect of Vessels under Construction). ísland er ekki heldur aðili að lionum. Verður eigi fjallað um hann liér. 8 Enda skal skv. 1. gr. sigll. 1985 því aðeins beita ákvaeðum þeirra um erlend skip, að ákvæðin brjóti ekki í bága við reglur þjóðaréttar. Sbr. einnig alþjóðasamning, sem gerður var í Brussel 1926 (International Convention for the Unification of Certain Rules Concerning the Immunity of State-owned Ships), ásamt viðauka frá 1934. Texta samn- ingsins er að finna m. a. lijá Hoel og Kleiven, bls. 62. ísland er ekki aðili að honum. Sjá einnig Rosenmeyer, bls. 13 o. áfr. og Rune, bls. 154-155. 9 Sjá íslenskar dómaskrár I, bls. 206, Ólafur Lárusson (1971), bls. 13 og Rosenmeyer, bls. 17-18. 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.