Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 40
á grundvelli kaupsamnings eða afsals, og er því kaupverðið talið greitt með niðurfellingu kröfu á hendur skuldara. Það sem úrslitum ræður hér, er hvort tilgangur ráðstöfunar var í raun og veru greiðsla skuld- ar eða ekki. Ymis atriði eru hér til leiðbeiningar. Oft ákveða aðiljar „kaupverð" með hliðsjón af fjárhæð skuldar á þeim tíma, sem ráð- stöfun fer fram á. Er slíkt vitaskuld vísbending um, að tilgangur „kaupanna“ sé að greiða skuldina. Fyrir kemur, að skuld er greidd fyrir milligöngu 3ja manns. T.d. þannig, að skuldari afhendir 3ja manni lausafé og endurgjald þessa þriðja aðilja á að greiðast í peningum til kröfuhafa. Regla 54. gr. getur átt við í slíkum tilvikum, ef tilgangur viðskiptanna af hálfu skuldara eða kröfuhafa er greiðsla á skuld. Nú nýverið gekk dómur í Hæstarétti í málinu nr. 120/1986 (dóm- urinn gekk 3. júní 1987). Málavextir voru þeir, að verktakafyrirtækið V stofnaði til um- talsverðra skulda við kaupfélagið H vegna vöruúttekta. Skuldir þessar lentu í verulegum vanskilum og hóf lögmaður H inn- heimtuaðgerðir í nóvember 1983 og gerði fjárnám hjá V til tryggingar skuldinni í byrjun desember það ár. Um það leyti afsalaði V loftpressu og borgeit ásamt fylgihlutum til þeirra P og K, og skyldu þeir greiða kaupverðið með því að yfirtaka skuld V við H. Gerðu allir aðiljar þann 19. desember með sér „skuld- skeytingarsamning“ þessa efnis. Bú V var tekið til gjaldþrotaskipta, og var frestdagur talinn 6. apríl 1984. Krafist var riftunar á greiðslu skuldar V við H, sem gerð var með ofangreindum hætti, og var kröfunni beint gegn H einum. I dómi héraðsdóms var fallist á riftunarkröfuna með þeim rökstuðningi, að tilætlan forráðamanna V hafi frá upphafi verið sú að greiða H skuld hans með þeim hætti, að hann fengi í sinn hlut andvirði ofangreindra tækja. Með hliðsjón af 1. tl. 54. gr. var ekki talið skipta máli, að H fékk ekki tækin í hendur heldur andvirði þeirra. Var því talið vera um greiðslu á skuld að ræða í skilningi 54. gr„ og þar sem greiðslueyririnn var talinn óvenju- legur, var fallist á kröfuna um riftun. Meirihluti Hæstaréttar staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, og bætti við, að H hefði fengið goldna skuld V með þeim hætti, að V hefði afsalað til P og K umræddum lausafjármunum gegn því, að þeir tækju að sér greiðslu á skuld V við H. Var talið, „að með þessum greiðsluhætti hafi V goldið skuld sína við áfrýjanda (H) 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.