Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 36
skilyrðum 51. gr. gjaldþrotalaga fullnægt, enda má benda hér á 60. gr. 1. 20/1923, sem á við, þótt ekki sé um gjaldþrot gefanda að ræða, og er svohljóðandi: „Nú hefir annað hjóna við skiptin gefið eftir nokkuð af sínum hluta í hjúskapareign sinni eða hins, og geta skuldheimtumenn þess — sé það eigi alveg vafalaust, að það hafi haft nægilega fjármuni, þegar úthlutunin fór fram, til þess að fullnægja þá- verandi skuldheimtumönnum sínum — þá gengið að hinu hjón- anna að sama skapi sem það hefir fengið fé fram yfir búshluta sinn.“ Þessi regla er í gildi ennþá eins og 33. gr. laganna, sem ég hef áður vikið að, og þær mynda eins konar samsvörun við tilgreindar riftunar- reglur gjaldþrotalaga. Afar sjaldan virðast koma til kasta íslenskra dómstóla mál til rift- unar á gjafagerningum. Eftir að riftunarreglurnar urðu að meginstefnu til hlutlægar með setningu 1. 6/1978, kann þó að verða breyting á þessu. Þess má þó geta hér, að auk HRD V (1934), bls. 560, sem áður er vikið að og varðaði riftun á gjafagerningi, sem fram fór með kaup- mála, gekk dómur í bæjarþingi Kópavogs 20. janúar 1987 í málinu nr. 412/1985 :Þrotabú A gegn B. Málavextir voru þeir, að hjónin A og B, sem gengið höfðu í hjú- skap á árinu 1958, slitu samvistum á miðju ári 1983, en um það leyti keypti A vörulager og rekstur verslunar nokkurrar, sem hann hóf svo að reka. Hjónin hugðust skilja, en ágreiningur var með þeim um það, hver skilnaðarkjör ættu að vera. 1 maílok 1984 gera þau með sér samkomulag um skilnaðarkjör. Meginefni þess samkomulags var, að B fékk í sinn hlut íbúðarhús þeirra hjóna og innbú allt, auk hehnings í bifreið þeirra á móti manninum. 1 hlut mannsins kom hins vegar verslunarfyrirtæki það, sem að ofan er greint, en það var rekið sem einkafirma hans. > Krafist var gj aldþrotaskipta á búi A með bréfi mótteknu af skiptaráðanda þann 8. ágúst 1984. Af hálfu kröfuhafa í þrota- búið var samþykkt á skiptafundi í mars 1985 að krefjast riftunar * „á nefndum skilnaðarkjarasamningi enda telji þeir sig ekki þurfa að sæta því, að hlutur þeirra sé rýrður svo mjög skömmu fyrir gjaldþrot." Af hálfu stefnanda, þrotabús A, var krafist riftunar á gjafa- gerningi þeim, sem talinn var hafa falist í skilnaðarsamkomulag- 98

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.