Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Blaðsíða 36
skilyrðum 51. gr. gjaldþrotalaga fullnægt, enda má benda hér á 60. gr. 1. 20/1923, sem á við, þótt ekki sé um gjaldþrot gefanda að ræða, og er svohljóðandi: „Nú hefir annað hjóna við skiptin gefið eftir nokkuð af sínum hluta í hjúskapareign sinni eða hins, og geta skuldheimtumenn þess — sé það eigi alveg vafalaust, að það hafi haft nægilega fjármuni, þegar úthlutunin fór fram, til þess að fullnægja þá- verandi skuldheimtumönnum sínum — þá gengið að hinu hjón- anna að sama skapi sem það hefir fengið fé fram yfir búshluta sinn.“ Þessi regla er í gildi ennþá eins og 33. gr. laganna, sem ég hef áður vikið að, og þær mynda eins konar samsvörun við tilgreindar riftunar- reglur gjaldþrotalaga. Afar sjaldan virðast koma til kasta íslenskra dómstóla mál til rift- unar á gjafagerningum. Eftir að riftunarreglurnar urðu að meginstefnu til hlutlægar með setningu 1. 6/1978, kann þó að verða breyting á þessu. Þess má þó geta hér, að auk HRD V (1934), bls. 560, sem áður er vikið að og varðaði riftun á gjafagerningi, sem fram fór með kaup- mála, gekk dómur í bæjarþingi Kópavogs 20. janúar 1987 í málinu nr. 412/1985 :Þrotabú A gegn B. Málavextir voru þeir, að hjónin A og B, sem gengið höfðu í hjú- skap á árinu 1958, slitu samvistum á miðju ári 1983, en um það leyti keypti A vörulager og rekstur verslunar nokkurrar, sem hann hóf svo að reka. Hjónin hugðust skilja, en ágreiningur var með þeim um það, hver skilnaðarkjör ættu að vera. 1 maílok 1984 gera þau með sér samkomulag um skilnaðarkjör. Meginefni þess samkomulags var, að B fékk í sinn hlut íbúðarhús þeirra hjóna og innbú allt, auk hehnings í bifreið þeirra á móti manninum. 1 hlut mannsins kom hins vegar verslunarfyrirtæki það, sem að ofan er greint, en það var rekið sem einkafirma hans. > Krafist var gj aldþrotaskipta á búi A með bréfi mótteknu af skiptaráðanda þann 8. ágúst 1984. Af hálfu kröfuhafa í þrota- búið var samþykkt á skiptafundi í mars 1985 að krefjast riftunar * „á nefndum skilnaðarkjarasamningi enda telji þeir sig ekki þurfa að sæta því, að hlutur þeirra sé rýrður svo mjög skömmu fyrir gjaldþrot." Af hálfu stefnanda, þrotabús A, var krafist riftunar á gjafa- gerningi þeim, sem talinn var hafa falist í skilnaðarsamkomulag- 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.