Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Qupperneq 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Qupperneq 45
er saminn er að ákveða á hvaða formi hann skuli ritaður en það getur skipt miklu máli við túlkun. Áður en 3ja heims ríkin komu til sögunnar tókust „gömlu“ ríkin á um það hvort hinn væntanlegi sátt- máli skyldi vera á „civil law“ formi (réttur meginlandsríkja Evrópu) eða „common law“ formi (Bretaveldi og fyrrum nýlendur). Varð niður- staðan oftast sú að annað hvort formið varð ofan á. Eftir tilkomu 3ja heims ríkjanna hefur formið á alþjóðasamningum einnig orðið hinni endalausu málamiðlun að bráð. 1 nýlega gerðum sáttmálum kann því oft að vera erfitt að átta sig á hvort um er að ræða „civil law“ eða „common law“ og getur það valdið erfiðleikum við túlkun. CIM, CMR og Varsjár-Haag samningurinn eru ritaðir á „civil law“ formi. Þeir eru byggðir á því að settar séu fram meginreglur með ákveðnum undantekningum. Gildissvið þeirra kemur fram í upphafi og engar skilgreiningar er að finna í þessum sáttmálum. Orðalag þeirra er almennt og laust við að notast sé við hugtök sem eiga uppruna í tilteknum landsrétti eða hugtök og orðalag frá aðiljum viðkomandi farmsamninga. Haag-Visby reglurnar eru aftur á móti ritaðar á „common law“ formi. Ákvæðin eru „kasuistisk“. Tilvikin sem þau ná til eru nákvæm- lega upptalin en ekki er stuðst við meginreglur með undantekningum. Skilgreiningar eru notaðar. Orðalag Haag-Visby reglnanna er gegn- sýrt af málfari sem þekktist í enskum farmskírteinum á 19. öld og var framandi öðrum þjóðum. Þessi munur á Haag-Visby reglunum annars vegar og reglum um land- og loftflutninga hins vegar endurspeglar mismunandi uppruna þeirra og tilgang. Eins og greint var frá áður var Haag-reglunum upphaflega ekki ætlað að verða alþjóðlegur sáttmáli heldur skyldu þær yerða sam- ræmdir skilmálar sem teknir væru upp í alla farmsamninga þar sem farmskírteini væru notuð. Enskir kaupskipaútgerðarmenn hefðu aldrei samþykkt að notast við aðra skilmála en þá sem þeir þekktu. Það lá því beinast við að notast við enska skilmála eins og þeir þekktust í upphafi aldarinnar. Land- og loftflutningasamningarnir voru hins vegar samdir með það fyrir augum að verða alþjóðlegir sáttmálar og gilda á meginlandi Evrópu. Það var því eðlilegt að þeir væru á „civil law“ formi. Hamborgan-eglurnar og Genfarsamningurinn eru einnig á „civil law“ formi þó svo að vissar undantekningar megi finna þar frá. Stuðst er við skilgreiningar sem koma á undan ákvæðum um gildissviðið. I Ham- 243
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.