Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 9
Ragnar Adalsteinsson
er hœstaréttarlögmadur i Reykjavík
Ragnar Aðalsteinsson:
ALÞJÓÐLEGIR MANNRÉTTINDASÁTTMÁLAR OG
ÍSLENSKUR LANDSRÉTTUR
1. VIÐFANGSEFNIÐ
A undanförnum árum hafa gengið nokkrir dómar í Hæstarétti þar sem reynt
hefur á stöðu þjóðréttarsamninga í íslenskum landsrétti. Dómar þessir hafa
vakið umræðu í hópi lögfræðinga um stöðu þjóðréttarreglna almennt í íslenskum
rétti. I febrúar 1989 birtist ítarleg greinargerð eftir Stefán M. Stefánsson
prófessor um þessi mál undir heitinu „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamn-
inga“, þar sem meginniðurstöður höfundar eru þær, að þjóðréttarsamningar fái
ekki sjálfkrafa lagagildi hér á landi nema þeim sé veitt slíkt gildi með löggjöf.1
Dómstólar, stjórnvöld og þegnar verði að fara eftir landslögum þar til þeim
hefur verið breytt með lögformlegum hætti. Höfundur bætir því reyndar við, að
úr áhrifum þessara reglna hafi dregið verulega og að dómstólar og stjórnvöld
muni leitast við að skýra gildandi rétt í samræmi við slíkan samning eftir því sem
'nnt er.
Það er ætlun höfundar þessara orða að koma á framfæri nokkrum athuga-
semdum í framhaldi af sjónarmiðum Stefáns M. Stefánssonar og dóms Hæsta-
réttar 9. janúar 1990 í máli ákæruvaldsins gegn Guðmundi Breiðfjörð Ægissyni,
en með þeim dómi var ákvæðum íslenskra réttarfarsreglna um meðferð
dómsvaldsins í héraði vikið til hliðar. Hugmynd mín er sú, að freista þess að taka
'Stefán M. Stefánsson: Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga.
3