Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 12
samkvæmt samningnum. Sé málinu ekki skotið til mannréttindadómstólsins innan 3 mánaða úrskurðar ráðherranefnd Evrópuráðsins í málinu um það hvort brot hafi verið framið og þarf slíkur úrskurður 2/3 hluta atkvæða. Einstaklingar eða samtök þeirra geta ekki lagt mál fyrir dómstólinn. Það geta einungis nefndin og samningsríki. Mannréttindanefndin annast flutning þeirra mála fyrir dómstólnum, sem hún skýtur þangað. 4. ALÞJÓÐASAMNINGUR UM BORGARALEG OG STJÓRNMÁLALEG RÉTTINDI Um Alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi hefur lítið verið fjallað af íslenskum fræðimönnum og gildir það jafnt um efnisákvæði samnings- ins (1.-27. gr.) og samningsákvæði, sem ætlað er að efla fylgd við efnisákvæði samningsins, þ.e. ákvæði um mannréttindanefnd, um skýrslur aðildarríkjanna til nefndarinnar, meðferð kærumála ríkis á hendur ríki (29.-45. gr.) og ákvæði valfrjálsu bókunarinnar við ASBS um meðferð kærumála frá einstaklingum um skerðingu á réttindum þeim, sem lýst er í samningnum.5 Mannréttindanefndin er skipuð 18 nefndarmönnum og starfa þeir sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar einstakra ríkja eða ríkjasambanda. Sérhvert ríki sem gerst hefur aðili að ASBS skal „leggja fram skýrslu um aðgerðir sínar í því skyni að koma í framkvæmd þeim réttindum, sem viður- kennderu í samningnum.“ Ríki skal ífyrsta sinn leggja fram skýrslu innan ársfrá gildistöku samningsins gagnvart því og síðan þegar nefndin óskar þess. Skýrslur þessar eru teknar til meðferðar af nefndinni. Viðkomandi ríki er gefinn kostur á að senda fulltrúa sinn til að svara spurningum nefndarinnar og að svo búnu veitir nefndin almenna umsögn um mannréttindamál í viðkomandi ríki. Önnur aðildarríki geta síðan komið á framfæri við nefndina athugasemdum við umsögn nefndarinnar. Skýrslugjöf þessi er skyldubundin og þau ríki, sem staðfest hafa samninginn, hafa sent fulltrúa sína til að svara fyrir framkvæmd mannréttinda- mála í viðkomandi ríki. Pá getur ríki, samkvæmt heimild í 41. gr., lýst því yfir, að það viðurkenni lögbærni nefndarinnar til að taka við og athuga kærur frá einu aðildarríki á hendur öðru þess efnis, að það framfylgi ekki skyldum sínum samkvæmt samningnum. Uppfylli kæra skilyrði málsmeðferðar og náist ekki sættir skal nefndin gefa skýrslu um staðreyndir málsins. í valfrjálsu bókuninni við ASBS er aðildarríkjum að bókuninni gefinn kostur á að viðurkenna lögbærni mannréttindanefndarinnar til að taka við kærum frá 5Sjá þó Þór Vilhjálmsson: Menneskerettighedskonventionernes betydning i lovgivning og praksis, 260-263. 6

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.