Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 13
einstaklingum um brot á efnisákvæðum samningsins. Skilyrði þess, að kæra verði tekin fyrir, eru þau að kærandi hafi tæmt tiltæk úrræði í hinu kærða ríki og að það ríki sé aðili að bókuninni. Eftir að hafa kannað kærugögn og greinargerð hins kærða ríkis á lokuðum fundum kemur nefndin sjónarmiðum sínum á framfæri við aðila. Afgreiðslu málsins skal getið í ársskýrslu nefndarinnar. ísland hefur samþykkt málsmeðferð skv. 41. gr. samningsins og kærurétt einstaklinga samkvæmt valfrjálsu bókuninni. Ekki er þess kostur hér að gera með nokkurri nákvæmni grein fyrir alþjóðlegu eftirliti með því að aðildarríki þessara tveggja alþjóðasamninga um mannrétt- indi efni skuldbindingar sínar samkvæmt þeim, en vísast til haldbærra fræðirita þar um.6 5. AÐILD EINSTAKLINGA AÐ MANNRÉTTINDASÁTTMÁLUM Það hefur til skamms tíma verið hluti af hefðbundinni skilgreiningu á þjóðarétti, að aðilar hans væru ríki. Síðar bættust alþjóðastofnanir við. Það er fyrst með tilkomu hér um ræddra mannréttindasamninga og nokkurra annarra skyldra alþjóðasamninga, sem aðild einstaklinga að þjóðréttarsamningum er viðurkennd.7 Aðild einstaklinga felst m.a. í því, að þeir geta kært til viðeigandi alþjóða- stofnana brot sem þeir telja sig hafa orðið fyrir af völdum ríkis, sem bundið er af samningi. Skilyrði slíkrar kæru eru m.a., að einstaklingur sá, sem brotið er á, hafi tæmt þau úrræði fyrir stjórnvöldum eða dómstólum, sem hann á kost á. Ekki skiptir máli um kæru til Mannréttindanefndar Evrópu, hvort kærandi er borgari í einhverju aðildarríkja MSE eða ekki, en þetta skilyrði er þrengra skv. ASBS, valfrjálsu bókuninni. Einungis einstaklingar, sem falla undir lögsögu viðkomandi ríkis, geta kært brot til mannréttindanefndar S.Þ. að öðrum skilyrðum fullnægðum. Einstaklingur sem leitar þess úrræðis að kæra ríki vegna brota á skyldum þess samkvæmt heimild í MSE og ASBS, þarf ekki að njóta stuðnings eða milligöngu ríkis eða alþjóðastofnunar til að koma máli sínu á framfæri. Hann nýtur fullra viðurkenningar sem aðili er getur borið fyrir sig efnisákvæði samninganna og fengið álit alþjóðastofnana og eftir atvikum dóm alþjóðlegs dómstóls um hvort um þess háttar brot sé að ræða að kærandinn njóti verndar mannréttindaákvæða 6Sjá verk íslenskra höfunda talin undir4 og5. Um kærumálsmeðferðina eftir MSE má m.a. vísa til John Bernhard og Tyge Lehman: Den Europæiske Menneskerettighedskonvention 1985. Um eftirlit skv. báðum samningunum er fjallað af Torkel Opsahl: Human Rights Today: International Obligations and National Implementation, 162-173 og Hans Danelius: Mánskliga Ráttigheter, 20-26 og 47-60. 7Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, 27-30. 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.