Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 14
samningsins. Kærandinn á jafnvel rétt á skaðabótum úr hendi hins brotlega ríkis, ef bótaskilyrðum er fullnægt. Augljóst er af framangreindu, að MSE veitir einstaklingum ríkari réttarvernd en ASBS. Ekki eru fræðimenn þó á eitt sáttir um hvort kerfið gefi betri raun. Torkel Opsahl hefur sagt:8 It is often said that the international supervision under the United Nations system is much weaker than that of the European Convention. But if it is agreed that the success of an international organ is better measured by its record of influencing states and governments than by its energy in condemning them, the development of the reporting system offers some hope. Sú einstaklingsaðild að þjóðréttarsamningum sem hér hefur verið lýst og heimilar einstaklingum að byggja rétt á efnisákvæðum alþjóðlegra samninga milli ríkja er slík nýjung og breyting á eðli og áhrifum þjóðréttarsamninga að viðtekin afstaða til stöðu þjóðréttarsamninga hlýtur að þarfnast endurskoðunar а. m.k. að því er varðar þá samninga. Viðtekin afstaða til stöðu þjóðréttarsamninga hefur m.a. verið rökstudd með því, að þeir veittu aðeins ríkjum réttindi, væru aðeins bindandi fyrir ríki, og einstaklingar gætu ekki byggt rétt á þeim. Þessi afdráttarlausa breyting ein sér gefurfæri á rökstuðningi, sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að víkja verði til hliðar hefðbundinni afstöðu um stöðu þjóðréttarsamninga með þessum einkennum. б. MANNRÉTTINDI VERÐA VIÐFANGSEFNI ÞJÓÐARÉTTAR Lagareglur um vernd mannréttinda hafa lengst af verið hluti af landsrétti hvers ríkis, enda lýtur efni þeirra fyrst og fremst að samskiptum ríkisvaldsins og þegnanna. Gildir þetta jafnt um ákvæðin unr borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem mæla fyrir um afskiptaleysi ríkisvaldsins, og ákvæði um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem leggja skyldur á herðar ríkisvaldinu um aðgerðir til að tryggja þessi réttindi. I inngangsorðum Mannréttindayfirlýsingar S.Þ. segir m.a., að mannréttindi hafi verið borin fyrir borð og lítilsvirt og það hafi haft í för með sér siðlausar athafnir, sem ofboðið hafi samvisku heimsins. Með þessu er vísað til grimmdar- verka í síðari heimsstyrjöldinni. Þjóðir heimsins hafa gert sér grein fyrir því, að þær hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta um vernd mannréttinda hvarvetna í heiminum og jafnframt að framkvæmd mála á mannréttindasviði er ekki einkamál hvers ríkis, heldur mál alls mannkyns. Af þessum ástæðum og vegna þeirra miklu hagsmuna sem í húfi voru tókst hinum Sameinuðu þjóðum að koma sér saman um efni mannréttindayfirlýsingarinnar, sem var „birt öllum þjóðum “Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, 173. 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.