Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 23
exception of the provisions to which reservations were subsequently made. Accor- dingly, it was not found necessary to enact special legislative provisions or legislation giving the Covenant the force of law. Instead, the Government presented to the Althing a proposal for a resolution of the Althing empowering the Government to ratify the Covenant, a resolution subsequently adopted. í þessum orðum skýrslunnar er tekið undir sjónarmið frá 1951 þess efnis, að íslensk löggjöf sé í hvívetna í samræmi við mannréttindaákvæði alþjóðlegra sáttmála, enda þótt í þessu tilviki hafi þurft að gera fáeina fyrirvara. í skýringunni, að íslenskir dómstólar leitist að jafnaði við að túlka íslensk lög í samræmi við alþjóðasáttmála, felst sá fyrirvari, að ríkisstjórnin líti svo á, að séu ákvæðin ósamrýmanleg, þá gangi ákvæði landsréttar fyrir. Skýrsla íslensku ríkisstjórnarinnar var rædd á fundum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að viðstöddum fulltrúa íslenska ríkisins, sem veitti svör við spurningum nefndarinnar á nefndarfundi hinn 20. október 1982.34 í svörum íslenska fulltrúans segir m.a. skv. fundargerð:-15 ... he said that a lengthy report was to be prepared on the organization of the judiciary in Iceland; that the Covenant could be useful as a source of reference, but that it was the national laws which prevailed. Sú afstaða, sem að framan er lýst og fram kom bæði 1951 og 1982 er að því er best er vitað óbreytt stefna íslenskra stjórnvalda, enda þótt fallist hafi verið á nauðsyn breytinga á dómstólaskipaninni í opinberum málum til að tryggja sakborningum málsmeðferð fyrir hlutlausum dómstól. 11. ÍSLENSK DÓMSTÓLAFRAMKVÆMD Lausleg athugun á dómasafni Hæstaréttar bendir til að aðilar dómsmála beri stöku sinnum fyrir sig ákvæði mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þó einkum ákvæði MSE. Oftar er þó, að því er virðist, vitnað til slíkra ákvæða í héraðsdómum en dómum Hæstaréttar. Sjaldnast virðist dómstóll þó taka tillit til lagaraka sem byggð eru á tilvísunum í alþjóðlega mannréttindasáttmála. Þó eru höfundi kunn fjölmörg dæmi, einkum á sviði opinberra mála, þar sem verjandi ákærðra ber fyrir skjólstæðing sinn ákvæði mannréttindasáttmála, án þess þó að dómarinn geti þess við úrlausn málsins, að vörn máls hafi verið byggð á slíkum lagarökum. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur greint frá því, að hann hafi í hrd. 1987:748 og 1988:757, en bæði málin vörðuðu ákærur fyrir meint brot á útvarpslögum og fjarskiptalögum, borið fyrir sig ákvæði 19. gr. mannréttindayf- "CCPR/C/SR.391-392 og 395. ’5CCPR/C/SR.395, 6 (35. liður). 3 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.