Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 27
V. Að Mannréttindanefnd Evrópu hafi ályktað, að málsmeðferð í máli Jóns Kristinssonar (hrd. 1985:1290) hafi verið í ósamræmi við 1. mgr. 6. gr. MSE. VI. Að ríkisstjórnin hafi gert sátt við Jón Kristinsson. VII. Að ákvæði 7. tl. 36. gr. eml. um vanhæfi dómara, þegar hætta er á „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“ eigi einnig við um sakamál. VIII. Að enda þótt ekkert bendi til að dómarinn í héraði hafi litið hlutdrægt á málavöxtu, þá verði að fallast á það með mannréttindanefndinni, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn. Síðan segir orðrétt í forsendum dómsins: Með tilliti til þess sem rætt hefur verið ber nú (áhersla mín) að skýra fyrrgreind lagaákvæði þannig að sýslumanninum í Árnessýslu og fulltrúa hans, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi borið að víkja sæti í máli þessu. Sú ályktun sem Hæstiréttur dregur af framangreindum átta atriðum skýrir með engum hætti vægi þeirra hvers um sig og verður því að greina þessi atriði eftir því hvort einhverjar breytingar hafa orðið frá því sem var er hrd. 1985:1290 og 1987:356 voru upp kveðnir og jafnframt eftir því hvaða þýðingu þær hafa einar sér. Atriði I, II, IV og VII voru í hvívetna með sama hætti á árabilinu 1985-1987 og höfðu lengi verið. Þau atriði, sem þá eru eftir - III, V, VI og VIII - má hins vegar flokka í tvennt. Annars vegar hin nýju lög nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds, sem afgreidd voru á Alþingi 19. maí 1989 og taka gildi 1. júlí 1992 (atriði III) og hinsvegar atriði sem Iúta að Mannréttindasáttmála Evrópu með einhverjum hætti, þ.e. ályktun mannréttindanefndarinnar í máli Jóns Kristinssonar (V), sáttin í sama máli (VI) og sú afstaða Hæstaréttar að fallast verði á ályktun mannréttindanefndarinnar í málinu (VIII). Augljóst má telja, að atriði III um ný lög með gildistöku 1992 vega hér annað hvort ekkert eða a.m.k. því sem næst ekkert sem réttarheimild. í þeim felst vilji löggjafans um breytta dómstólaskipan að loknu tilteknu tímabili, en fram að gildistöku nýrra laga er óbreytt réttarástand. Ef einhver veruleg óvissa væri um það hvaða réttarreglur giltu á viðkomandi sviði, þá gætu nýju lögin skipt máli, enda þótt þau væru ekki í gildi gengin. í þessu tilviki nýtur skýrra laga, sem eru ósamþýðanleg þeim þjóðréttarreglum, sem felast í 6. gr. MSE. Þá eru einungis eftir atriði V, VI og VIII, sem öll lúta að MSE og túlkun hans. Þau atriði ráða úrslitum í málinu og þau ein. Mannréttindanefndin hafði alls ekki fjallað um það mál, sem hér var til úrlausnar og það var vilji ríkisvaldsins, eins og hann birtist í kröfum ákæruvaldsins, að dómur héraðsdóms hefði fullt 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.