Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 35
Þessi ákvæði gátu varla talist fullnægjandi um meðferð og úrlausn samnings- bundinna gerðarmála. 2. AÐDRAGANDI LAGASMÍÐARINNAR Gerðardómar eru eins konar einkavæðing dómstóla og geta þjónað mikilvægu hlutverki í réttarkerfinu sem valkostur við hina almennu dómstóla. Helstu kostir gerðarmeðferðar eru þeir í fyrsta lagi að hún er fljótvirk leið til að ná niðurstöðu í deilumáli. Þannig fara slík mál ekki í bið hjá önnum köfnum dómurum við hina almennu dómstóla, málsmeðferð er einfaldari við gerðarmeðferð og gerðar- dómum verður ekki áfrýjað. í öðru lagi telja margir það kost að fá tækifæri til að velja í gerðardóm menn sem þeir treysta fyrir sakarefninu. í þriðja lagi er málsmeðferð fyrir gerðardómi ekki opinber málsmeðferð og fer því oft hljótt. Þegar aðilar ætla að starfa áfram eftir að ákveðinn ágreiningur hefur verið leiddur til lykta þá getur gerðarmeðferð einnig verið hentugri en málsókn fyrir hinum almennu dómstólum. í fjórða lagi þykir gerðarmeðferð hentug í alþjóðlegum verslunarviðskiptum m. a. þar sem aðilar geta ákveðið sjálfir ýmsa mikilvæga þætti gerðarmeðferðar- innar. Gallar gerðarmeðferðar eru hins vegar þeir að réttaröryggi getur verið skert og að kostnaður er oft á tíðum mikill. Gerðarmeðferð hefur að jafnaði í för með sér að samningsaðilar undanþiggja sig dómsvaldi lögskipaðra dómstóla ríkisins um sakarefnið. Af þeirri ástæðu m. a. hefur í löggjöf nágrannaþjóða okkar þótt ástæða til að takmarka samnings- frelsi einstaklinga um gerðarmeðferð bæði vegna hagsmuna þeirra sem eiga í gerðarmáli og hins opinbera. Þannig gætir réttarfarssjónarmiða í vaxandi mæli um meðferð gerðarmála bæði hérlendis og erlendis. Þetta kemur fram í reglum alþjóðlegra gerðardómsstofnana, í þjóðréttarsamningum um gerðardóma og í reglum Sameinuðu þjóðanna um gerðarmeðferð en þar er að finna ákvæði um skipan gerðardóma, réttarfarsreglur, form gerðardóma, hæfi gerðarmanna o.fl. Misjafnlega langt er þó gengið í þeim efnum hjá þessum aðilum. Mörg ríki hafa farið þá leið að setja lög um gerðardóma þar sem m. a. eru gerðar ákveðnar lágmarkskröfur um hæfi gerðarmanna, meðferð gerðarmála og sönnun þess að aðilar hafi viljað ljúka máli sínu með gerð. Á Norðurlöndunum voru lög um gerðardóma sett árið 1915 í Noregi, í Finnlandi 1928, í Svíþjóð 1929, í Danmörku 1972 og loks á íslandi 1989 eins og að framan greinir. Þrátt fyrir að skort hafi viðhlítandi löggjöf um samningsbundna gerðardóma hefur gerðarmeðferð engu að síður verið nokkuð beitt hérlendis. Rekstur gerðarmáls hefur þó stundum reynst erfiður, ekki síst þegar ágreiningur hefur risið um ólögákveðin atriði, t. d. hæfi eða skipun gerðarmanna. Af dómum 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.