Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 37
og fyrrnefnd rammalög Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar er ekki slík skilyrði að finna í dönsku og sænsku gerðardómslögunum. Krafa um skriflegan gerðar- samning er fyrst og fremst gerð til að tryggja sönnun fyrrgreindra atriða enda gera lögin ráð fyrir því í 1. mgr. 3. gr. að þau komi fram í gerðarsamningi og telst gerðarsamningur ekki skuldbindandi fyrir aðila sé frá því vikið.2 Gerðarsamn- ingur telst heldur ekki skuldbindandi fyrir aðila samkvæmt 2. mgr. 3. gr. ef úrlausnarefni má ekki leggja í gerð, eða ef ákvæði um skipun gerðarmanna, málsmeðferð eða önnur atriði þykja ekki veita fullnægjandi réttarvernd. Gerðarsamning má einnig ógilda eftir almennum reglum um loforð.3 Skv. 3. mgr. 3. gr. er gert ráð fyrir því að ætíð sé formaður í gerðardómi. Þrátt fyrir þetta ákvæði er ekkert því til fyrirstöðu að gerðardóm skipi aðeins einn maður enda sé um það samið í gerðarsamningi. Skorti hins vegar ákvæði um skipun eða fjölda gerðarmanna í gerðarsamning skal gert ráð fyrir þremur mönnum í gerðardóm, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þrátt fyrir samning aðila um að leggja ágreiningsefni sín í gerð er viðurkennt í löggjöf nágrannaríkjanna, að takmörk séu fyrir því hvaða ágreining megi leysa með þessum hætti. Samkvæmt 1. gr. laganna er það skilyrði gerðarmeðferðar að um réttarágreining sé að ræða og að aðilar hafi forræði á sakarefninu. Slíkur samningur má taka til ágreinings sem upp er kominn eða síðar kann að koma upp í tilteknum lögskiptum aðila. í greinargerð með lögunum er hugtakið réttarágreiningur skilgreint þannig, að deilt sé um réttarreglur sem dómstólar hafa vald til að dæma um. Ef enginn réttarágreiningur er milli aðila á gerðarmeðferð ekki við, t. d. á hún ekki við ef tilgangurinn er aðeins sá að fá lögfræðilegt álit um tiltekið efni. Ekki eru ætíð augljós skil milli þeirra mála sem aðilar hafa forræði yfir og hinna þar sem þeir hafa ekki slíkt forræði. í þessu sambandi er í norsku gerðardómslögunum talað um “tvister som partene har fri rádighet over”. í sænsku og finnsku gerðardómslögunum er talað um “forhold som det kan sluttes forlik om” og í þeim dönsku er notað orðalagið “tvist som efter sin art ikke kan afgöres ved voldgift”. Það má því segja að í aðalatriðum sé vandamálið leyst í löggjöf viðkomandi lands. Refsikröfu í sakamáli myndi t. d. skýrlega ekki vera heimilt að leggja í gerð. Ágreiningsefni, sem samningar um gerðarmeðferð ná til, verða að vera bundin við tiltekin lögskipti, t. d. ágreining sem upp kann að koma vegna ákveðins kaupsamnings, sameignarsamning, húsbyggingar o. s. frv. Samningar 2 Til að búa enn betur um hnútana hafa Þjóðverjar farið þá leið, að krefjast þess að ákvæði um gerðarmeðferð skuli ekki setja inn í meginmál samnings. 3 f 16. gr. rammalaganna er ákvæði þar sem segir, að gerðarmeðferð sem hluti samnings haldist sjálfstæð og óháð samningnum að öðru leyti. Ákvörðun gerðardóms um að samningur sé ógildur þýði ekki að ákvæði um gerðardóm séu „ipso jure“ fallin niður. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.