Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 39
yrðum til meðferðar einstaks máls, þ. e. skilyrðum 36. gr. eml. Er þar fylgt sænsku gerðardómslögunum. Að jafnaði verða gerðarmenn því bæði fyrir og undir rekstri gerðarmáls að gæta þess, að koma sér ekki í þannig aðstöðu að hætta sé á að þeir fái ekki Iitið óhlutdrægt á málavöxtu. Pví má velta fyrir sér hvort reynt gæti á matskennd vanhæfisskilyrði 7. tl. 1. mgr. 36. gr. eml. í meira mæli hjá gerðarmönnum en reglulegum dómurum t. d. ef aðili tilnefndi sama gerðarmanninn í fjölda gerðardóma. Tekið skal skýrt fram, að það er ekki skilyrði til setu í gerðardómi, að gerðarmenn séu lögfræðingar eða hafi aðra sérfræðikunnáttu varðandi sakarefnið. Formaður gerðardóms sker úr ágreiningi um hæfisskilyrði gerðarmanna þar á meðal sínum eigin. Er sú aðferð talin valda minnstum töfum á starfi dómsins. Úrskurð formanns má bera undir héraðsdómara enda þykir rétt að koma í veg fyrir að gerðarmál verði ónýtt síðar vegna þessara atriða. Ekki var farin sú leið að láta gerðarmenn úrskurða í heild sinni um hæfi einstakra gerðarmanna, eða þeirra allra, en sú regla hefði verið í samræmi við 2. mgr. 7. gr. laga nr. 75/1973, um Hæstarétt íslands. í gerðardómsmáli frá 1984 höfðu málsaðilar komið sér saman um formann og skipað hvor sinn gerðarmann í dóminn. í ljós kom, að forsvarsmaður annars aðila hafði tilnefnt bróður sinn. Gagnaðili gerði kröfu um að hann viki úr dóminum. Meirihluti gerðarmanna hafnaði í úrskurði í fyrsta lagi þeim skilningi aðila, að það væri utan verksviðs gerðardómsins að fjalla um hæfisskilyrði einstakra dómenda. Þá tók meirihlutinn í öðru lagi til greina kröfu um að viðkomandi gerðardómsmaður viki sæti og hafnaði um leið þeim skilningi aðila að Miðnesdóminn bæri að túlka svo, að það væri aðeins formaður dómsins sem ætti að fullnægja bæði almennum og sérstökum dómaraskilyrðum. Taldi þá þessi aðili að forsendur gerðarsamningsins væru brostnar og dró sig út úr málsmeð- ferðinni. Gerðardómurinn lauk starfi sínu. Niðurstöðu dómsins var síðan skotið til bæjarþings og m. a. krafist ógildingar. Endanleg niðurstaða fékkst ekki fyrr en með dómi Hæstaréttar frá 13. júni 1989 þar sem niðurstaða gerðardómsins var staðfest. Sú spurning vaknar iðulega hjá gerðarmönnum hvort þeir hafi einhverjum sérstökum skyldum að gegna í dóminum gagnvart þeim aðila er þá skipaði. Sérstaklega kann þetta að brenna á ólöglærðum gerðarmönnum eða mönnum sem óvanir eru dómstörfum. í gerðardómsmáli því sem áður var vísað til gerði viðkomandi gerðarmaður skriflega kröfu á fyrsta gerðarfundi um frávísun málsins þar sem það ætti ekki undir gerðardóminn. Var þetta sama krafa og kom frá þeim aðila er hann hafði skipað í dóminn. Svo sem að framan hefur verið rakið vinna gerðarmenn dómstörf og ber sem slíkum að sýna hlutlægni gagnvart aðilum. Þeir hafa því eins og aðrir sem fara með dómsvald sömu skyldur gagnvart báðum aðilum og að vissu leyti gagnvart 5 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.