Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 50
3.3. Ástæður Það er aðalregla að niðurstaða gerðardóms eru endanleg úrslit sakarefnis og að henni verði ekki hnekkt með neinum réttarúrræðum. Liggja fyrir því tvenns konar rök. í fyrsta lagi ber að hafa í huga samningsfrelsi aðila. Þeim er í sjálfsvald sett að ráðstafa því sakarefni sem um er að tefla með þeim hætti sem þeir kjósa. Ef þeir kjósa að leggja sakarefnið í gerð verða þeir líka að vera við því búnir að hlíta niðurstöðum gerðardómsins. Með gerðarsamningi hafa aðilar hafnað dómstóla- leiðinni í þágu annarra hagsmuna og geta ekki búist við að njóta sama réttaröryggis og dómstólaleiðin veitir. I annan stað er líklegt að fáist ógilding gerðardóma með auðveldum hætti ýti það undir málaferli þar sem krafa er gerð um ógildingu. Málaferli um ógildingu gerðardóms draga á langinn að úrslit fáist í deilumálinu. Auðsótt ógilding er því andstæð þeim markmiðum sem keppt er að með gerðardómsmeðferð og getur hæglega gert réttarúrræðið að engu ef langt er gengið. í hrd. 1974 707 og hrd. 1981 1243 er m.a. að finna ummæli sem veita vísbendingu um að dómstólar séu tregir til að ógilda gerðardóma þrátt fyrir ágalla. A móti þessu sjónarmiði kemur það að gerðardómur er viðurkenndur sem hluti af réttarskipuninni. Því er talið nauðsynlegt að gerðardómsmeðferðin veiti aðilum vissa lágmarksvernd og er gerð nánari grein fyrir henni í gerðardómslög- unum. Aðilar gerðarsamnings verða samkvæmt því sem nú var sagt að jafnaði að sætta sig við þá niðurstöðu sem gerðardómur hefur komist að og geta ekki fengið hana endurskoðaða með neinum hætti. Það sem nú var sagt gildir sérstaklega um sjálfa efnisúrlausn gerðardómsins. Sama regla á einnig við um formið en þó í minna mæli. Verður nú nánar vikið að ógildingarástæðunum. 3.3.1. Formsástæður a) Gerðarsamningur ógildur. Vera má að gerðarsamningurinn sjálfur sé ógildanlegur. Hann getur t.d. verið kominn á vegna svika eða nauðungar og vera kann að hann standist að öðru leyti ekki kröfur um gildi loforða. Ennfremur má vera að hann fullnægi ekki þeim formkröfum sem mælt er fyrir um í 3. gr. gerðardómslaganna. Allar slíkar ástæður er unnt að bera fyrir sig til ógildingar gerðardómi. b) Gerðarmenn vanhæfir. í 6. gr. gerðardómslaganna er fjallað um almennt og sérstakt hæfi gerðarmanna. Þau ákvæði eru ófrávíkjanleg. Að auki má vera að unnt sé að finna í gerðarsamningi sérstök ákvæði um hæfi gerðarmanna, t.d. um að þeir skuli fullnægja ákveðnum menntunarkröfum. Ber þá að fara eftir slíkum fyrirmælum. Sé brotið gegn fyrrgreindri reglu eða samningsákvæðum kann það að geta orðið ástæða til ógildingar gerðardóms. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.