Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 59

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 59
lagið, sem lögð var fram í nóvember s.l. Þar er margvíslegan fróðleik að finna um EFTA og EB, samskipti íslands við þessi bandalög og alþjóðleg viðskipta- mál almennt. Bók Gunnars G. Schram um Evrópubandalagið er almennt yfirlitsrit og því engin sérstök áhersla lögð á lögfræðileg atriði. Henni svipar því til rita á borð við bók Ólafs Jóhannessonar um Sameinuðu þjóðirnar, sem kom út 1948. Gunnar gerir í upphafi bókar sinnar grein fyrir því, hvers eðlis Evrópubandalagið er og þeirri mikilvægu sérstöðu þess sem sambands ríkja, er framselt hafa hluta af ríkisvaldi sínu í viðskipta- og efnahagsmálum í hendur sameiginlegra stofnana. Þá gerir hann grein fyrir aðdragandanum að stofnun EB í stuttu sögulegu yfirliti. Sagt er frá stofnunum EB og ákvarðanatöku þeirra í sérstökum kafla. Þar er og stuttlega vikið að réttarreglum EB bæði frumreglum (stofnsáttmálunum með síðari breytingum) og afleiddum reglum, er stafa frá ráðherraráði og fram- kvæmdastjórn (reglugerðum, tilskipunum, ákvöðum og tilmælum). Þetta reglu- kerfi ásamt venjum og úrlausnum Evrópudómstólsins myndar svonefndan EB- rétt. Lengsti kafli bókarinnar fjallar um stefnu og starfsemi EB. Þar er vikið að kjarna samstarfsins, sem kveðið er á um í Rómarsáttmálanum, tollabandalagi og frjálsum flutningi vara, vinnuafls og fjármagns svo og rétti til atvinnurekstrar og þjónustu hvarvetna á bandalagssvæðinu. Þá er í þessum kafla fjallað um þann þátt sem hefur verið fyrirferðarmestur og fjárfrekastur í starfsemi bandalagsins fram til þessa og er grundvallaratriði samkvæmt Rómarsáttmála. Er hér átt við hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu, þ. á m. sjávarútvegsstefnu, sem sprettur úr Rómarsáttmála á þann veg, að þar eru fiskafurðir taldar til landbúnaðarvara. Gerir höfundur skilmerkilega grein fyrir stefnu og starfsemi EB á þessu sviði, sem skiptir íslendinga svo miklu máli. Þá gerir hann m.a. grein fyrir fjármálum EB, félagsmálum, menntamálum, umhverfismálum, peningakerfi Evrópu, skattamálum, þ.e. samræmingu skatta til jöfnunar á samkeppnisskilyrðum, og samkeppnisreglum. Síðastnefndi málaflokkurinn er geysimikilvægur, því að hnökralaus sameiginlegur innri markaður er háður frjálsri samkeppni á grund- velli fullnægjandi og samræmdrar löggjafar um samkeppnishömlur og markaðs- ráðandi fyrirtæki. Reglur Rómarsáttmálans um samkeppni byggjast á svo- nefndri bannreglu, sem í stuttu máli felst í því, að samkeppnishömlur eru fyrirfram taldar skaðlegar. Til samanburðar skal þess getið, að á Norðurlönd- um, þ. á m. hér á landi hefur verið byggt á svonefndri eftirlitsreglu, sem þýðir, að ekki er fyrirfram amast við samkeppnishömlum, heldur fylgst með þeim og tekið í taumana, þegar talið er, að um skaðleg áhrif sé að ræða. Tveir síðustu kaflar bókarinnar fjalla um málefni, sem nú eru efst á baugi. Annars vegar er um að ræða þær margháttuðu breytingar og samræmingu, sem einn og óskiptur innri markaður krefst, og gera þarf fyrir árslok 1992. Hins vegar er um að tefla 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.